Því miður, þjóðgarður lofar ekki góðu Þórir Garðarsson skrifar 13. janúar 2020 12:00 Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Þórir Garðarsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun