Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 11:28 Blaðasali í Hong Kong heldur á dagblaði þar sem fjallað er um nýja tegund kórónaveiru. Tilkynnt hefur verið um möguleg smit í Hong Kong, Taívan og Suður-Kóreu. AP/Andy Wong Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira