Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring Andri Eysteinsson skrifar 12. janúar 2020 23:17 Njáll Trausti er einn þeirra fjölmörgu farþega sem sitja fastir við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira