Veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað fyrir umferð vegna snjóflóðahættu og óhagstæðra veðurskilyrða. Frá þessu greinir Lögreglan á Vestfjörðum á Facebook-síðu sinni.
Eins og greint hefur verið frá er mikið um lokanir á vegum á Vestfjörðum, fyrr í dag var Flateyrarvegi lokað vegna óhagstæðra skilyrða. Í tilkynninguLögreglu segir að flestir vegir svæðisins sé ófærir vegna snjóa og veðurs.
Sjá má frekari upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.
