„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 16:30 „Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2 Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira