Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson var sem fyrr í lykilhlutverki hjá Davidson háskólanum þegar liðið mætti St.Josephs háskólanum í Bandaríkjunum í nótt.
Davidson leiddi með níu stigum í leikhléi en leikið var á heimavelli þeirra þar sem þeir eru taplausir í vetur. Gestirnir voru hins vegar öflugri í síðari hálfleiknum og skildu liðin jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 76-76.
Í framlengingunni reyndust Jón Axel og félagar sterkari og unnu að lokum sex stiga sigur, 89-83.
Jón Axel var besti maður Davidson; skoraði 30 stig og tók 10 fráköst auk þess að gefa 3 stoðsendingar og stela boltanum fjórum sinnum.
ÍR
Haukar