Lundinn sækir sér prik til að klóra sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 20:30 Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér. Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Lundi er fugl, sem er mikið ólíkindatól því nú hafa vísindamenn fundið upp að hann sækir sér verkfæri þegar hann þarf að klóra sér. Þessi aðferð hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. Lundinn er stærsta hluta ársins á hafi úti og sést nærri lundabyggðum um mánaðamótin apríl/maí. Fuglinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Nú hefur Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og félagar hans komist að því að lundinn virðist fær um að nota verkfæri þegar hann klórar sér. Hann notar prik til að klóra sér. Þetta kann að virðast frekar hófleg verkfæranotkun við fyrstu sýn en er þó mikill áfangi í þróun sem hefur aðeins komið fram hjá fáum hópum dýra og hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem við tókum eftir er að lundinn notar tól eða verkfæri, klórar sér með prikum, sem er mjög athyglisvert.Þetta er mjög sjaldgæft að dýr geri þetta svona almennt séð og þykir merkilegt fyrir þær sakir sérstaklega“, segir Erpur Snær, líffræðingur í Vestmannaeyjum Hér má sjá lunda með prik til að klóra sér.Aðsend Og hvaða aðferðir notar hann? „Hann nær sér í litil prik, ég sá nú ekki nákvæmlega hvað þetta var, en þetta eru einhverskonar viðarbútar og svo klórar hann sér á bakinu eða á kvið með þessu. Við vitum ekki alveg hvað hann er nákvæmlega að gera með þessu, hvort hann er að losa til dæmis sníkjudýr eða hvað það er. Hann er að klóra sér með þessu“. Erpur Snær segir að myndirnar af klóri lundans hafi verið teknar við holur lundans til að sjá þegar þeir koma inn úr fæðuöflunarferð með GPS tæki á bakinu, hvort þeir væru að koma inn með fæðu eða ekki. „Þeir virðast gera þetta í einhverju mæli og sjálfsagt er þetta algengara ef menn leita af þessu“, segir Erpur Snær. Hér má sjá lifandi myndir af lundum klóra sér.
Dýr Vestmannaeyjar Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira