Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö skrifar 11. janúar 2020 19:44 Aron Pálmarsson var frábær í dag. Getty/ TF-Images/ Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn fullkomlega upp, las sína gömlu lærisveina eins og opna bók og hreinlega mátaði eitt besta lið heims. Þetta er risasigur fyrir Guðmund og íslenska landsliðið sem fær nú tækifæri til að gera eitthvað stórt á þessu Evrópumóti. Guðmundur landsliðsþjálfari gat heldur ekki fengið betri leik frá mörgum leikmönnum íslenska liðsins eins og þeim Aroni Pálmarssyni og Alexander Petersson sem báðir frá hæstu einkunn hjá okkur alveg eins og landsliðsþjálfarinn. Það voru líka fleiri að spila frábærlega enda gefum við þrjár sexur fyrir frammistöðuna í dag og fjórar fimmur. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson og Alexander fengu báðir sex eða fullt hús en Aron var engu að síður besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Danmörku:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4 (9 varin skot- 36:15 mín.) Átti í erfiðleikum lengi framan af í leiknum. Náði að koma sér í gírinn á réttum tíma undir lokin. Varsla hans í lokin var eitt af því mikilvægasta hjá íslenska liðinu í leiknum. Vonandi nær hann að byggja ofan á þetta.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 5 (4 mörk - 59:26 mín.) Fyrirliðinn lék mjög vel og ekki síst varnarlega. Skilaði fjórum mörkum úr sex skotum, hengdi aldrei haus og virkaði hvetjandi inn á vellinum. Þetta er sá Guðjón sem við þekkjum og elskum.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 6 (10 mörk - 44:13 mín.) Heimsklassa frammistaða á móti heims- og Ólympíumeisturunum. Hann undirstrikaði í þessum leik að í dag er hann einn besti handboltamaður heims og kannski sá besti. Hans besti í háans herrans tíð með íslenska landsliðinu. Ekki bara sóknarlega heldur varnarlega líka.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4 (1 mark - 44:40 mín.) Skilaði sínu sóknarlega og það er ekki hægt að fara fram á meira. Hann var hins vegar í vandræðum varnarlega lungann úr leiknum. Oftar en ekki út úr fasa. Hann á mikið inni og virkar í mjög góðu standi.Alexander Petersson, hægri skytta - 6 (5 mörk - 58:11 mín.) Heimsklassa frammistaða í endurkomunni sem verður lengi í minnum höfð. Var stórkostlegur varnarlega og skilaði frábærum mörkum á dýrmætum tíma þegar sóknina vantaði mótvægi við Aron. Smitaði út frá sér til annarra leikmanna. Hann hafði greinilega gaman af þessu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 5 (2 mörk - 60:00 mín.) Var frábær og þá ekki síst varnarlega. Auðvitað fékk hann ekki mikið úr að moða í horninu en hann er leikmaður sem aldrei bregst. Skilar alltaf sínu og leggur sig hundrað prósent í verkefnið.Kári Kristjánsson, lína - 5 (4 mörk - 17:24 mín.) Lék líklega sinn besta landsleik í langan tíma. Hann var frábær. Var ekki bara að skora eða fiska víti heldur bjó hann til blokkir fyrir samherja sína. Hann geislaði af sjálfstrausti.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (3 stopp - 43:31 mín.) Var magnaður varnarlega og undirstrikaði í þessum leik, gegn einu besta liði heims, að í dag er hann okkar besti varnarmaður. Ótrúlegur jaxl og minnti á köflum á Gunnar Nelson í fótahreyfingunum. Skynsemin hreinlega lak af honum allan leikinn og virðist vera í toppstandi.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (1 mark - 20:59 mín.) Frábær innkoma hjá Janusi Daða. Við höfum lengi beðið eftir þessari frammistöðu hjá honum með landsliðinu. Stýrði liðinu óaðfinnanlega í síðari hálfleik sem minnti mjög á frammistöðu hans með danska liðinu Álaborg í Meistaradeildinni. Nái hann að bæta sinn leik er ekki ólíklegt að Ísland gæti komist langt.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (3 varin skot- 18:38 mín.) Þessi nítján ára gamli markvörður er án nokkur vafa einn sá efnilegasti í Evrópu í dag. Sýndi styrk sinn þegar hann kom inn. Á mikið inni en hann á sannarlega heima í íslenska landsliðinu og verður bara betri.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 14:11 mín.) Var í vandræðum sóknarlega og spilaði ekki mikið þar. Skilaði góðu marki úr hraðaupphlaupi og fiskaði Landin útaf með rautt. Hann er hins vegar frábær varnarlega en honum virðist á stundum skorta sjálfstraust sem er skrýtið því reynslan er mikil.Bjarki Már Elísson, vinstra horn, vinstra horn - 4 (2 mörk - 34 sek.) Það er ekki einfalt að koma inn ískaldur af bekknum til að taka vítaköst þar sem þú mátt ekki klikka. Bjarki nýtti bæði vítin sín með bravör. Allir sem hafa fylgst með þýska boltanum vita að þarna er leikmaður í fremstu röð.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítiðSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði ekkertHaukur Þrastarson, vinstri skytta - spilaði ekkertArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana, hafði áhyggjur fyrir leikinn, ekki beint af íslenska liðinu heldur kollega sínum Guðmundi Guðmundssyni. Guðmundur hafði lesið sína fyrrum lærisveina eins og opna bók. Danir vorum í vandræðum með að finna réttu svörin. Það var sama hvað þeir reyndu, Guðmundur hafði öll svör á hendi í þessari skák og mátaði Dani.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn fullkomlega upp, las sína gömlu lærisveina eins og opna bók og hreinlega mátaði eitt besta lið heims. Þetta er risasigur fyrir Guðmund og íslenska landsliðið sem fær nú tækifæri til að gera eitthvað stórt á þessu Evrópumóti. Guðmundur landsliðsþjálfari gat heldur ekki fengið betri leik frá mörgum leikmönnum íslenska liðsins eins og þeim Aroni Pálmarssyni og Alexander Petersson sem báðir frá hæstu einkunn hjá okkur alveg eins og landsliðsþjálfarinn. Það voru líka fleiri að spila frábærlega enda gefum við þrjár sexur fyrir frammistöðuna í dag og fjórar fimmur. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Aron Pálmarsson og Alexander fengu báðir sex eða fullt hús en Aron var engu að síður besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Danmörku:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 4 (9 varin skot- 36:15 mín.) Átti í erfiðleikum lengi framan af í leiknum. Náði að koma sér í gírinn á réttum tíma undir lokin. Varsla hans í lokin var eitt af því mikilvægasta hjá íslenska liðinu í leiknum. Vonandi nær hann að byggja ofan á þetta.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 5 (4 mörk - 59:26 mín.) Fyrirliðinn lék mjög vel og ekki síst varnarlega. Skilaði fjórum mörkum úr sex skotum, hengdi aldrei haus og virkaði hvetjandi inn á vellinum. Þetta er sá Guðjón sem við þekkjum og elskum.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 6 (10 mörk - 44:13 mín.) Heimsklassa frammistaða á móti heims- og Ólympíumeisturunum. Hann undirstrikaði í þessum leik að í dag er hann einn besti handboltamaður heims og kannski sá besti. Hans besti í háans herrans tíð með íslenska landsliðinu. Ekki bara sóknarlega heldur varnarlega líka.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4 (1 mark - 44:40 mín.) Skilaði sínu sóknarlega og það er ekki hægt að fara fram á meira. Hann var hins vegar í vandræðum varnarlega lungann úr leiknum. Oftar en ekki út úr fasa. Hann á mikið inni og virkar í mjög góðu standi.Alexander Petersson, hægri skytta - 6 (5 mörk - 58:11 mín.) Heimsklassa frammistaða í endurkomunni sem verður lengi í minnum höfð. Var stórkostlegur varnarlega og skilaði frábærum mörkum á dýrmætum tíma þegar sóknina vantaði mótvægi við Aron. Smitaði út frá sér til annarra leikmanna. Hann hafði greinilega gaman af þessu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 5 (2 mörk - 60:00 mín.) Var frábær og þá ekki síst varnarlega. Auðvitað fékk hann ekki mikið úr að moða í horninu en hann er leikmaður sem aldrei bregst. Skilar alltaf sínu og leggur sig hundrað prósent í verkefnið.Kári Kristjánsson, lína - 5 (4 mörk - 17:24 mín.) Lék líklega sinn besta landsleik í langan tíma. Hann var frábær. Var ekki bara að skora eða fiska víti heldur bjó hann til blokkir fyrir samherja sína. Hann geislaði af sjálfstrausti.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (3 stopp - 43:31 mín.) Var magnaður varnarlega og undirstrikaði í þessum leik, gegn einu besta liði heims, að í dag er hann okkar besti varnarmaður. Ótrúlegur jaxl og minnti á köflum á Gunnar Nelson í fótahreyfingunum. Skynsemin hreinlega lak af honum allan leikinn og virðist vera í toppstandi.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (1 mark - 20:59 mín.) Frábær innkoma hjá Janusi Daða. Við höfum lengi beðið eftir þessari frammistöðu hjá honum með landsliðinu. Stýrði liðinu óaðfinnanlega í síðari hálfleik sem minnti mjög á frammistöðu hans með danska liðinu Álaborg í Meistaradeildinni. Nái hann að bæta sinn leik er ekki ólíklegt að Ísland gæti komist langt.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 4 (3 varin skot- 18:38 mín.) Þessi nítján ára gamli markvörður er án nokkur vafa einn sá efnilegasti í Evrópu í dag. Sýndi styrk sinn þegar hann kom inn. Á mikið inni en hann á sannarlega heima í íslenska landsliðinu og verður bara betri.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (1 mark - 14:11 mín.) Var í vandræðum sóknarlega og spilaði ekki mikið þar. Skilaði góðu marki úr hraðaupphlaupi og fiskaði Landin útaf með rautt. Hann er hins vegar frábær varnarlega en honum virðist á stundum skorta sjálfstraust sem er skrýtið því reynslan er mikil.Bjarki Már Elísson, vinstra horn, vinstra horn - 4 (2 mörk - 34 sek.) Það er ekki einfalt að koma inn ískaldur af bekknum til að taka vítaköst þar sem þú mátt ekki klikka. Bjarki nýtti bæði vítin sín með bravör. Allir sem hafa fylgst með þýska boltanum vita að þarna er leikmaður í fremstu röð.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítiðSigvaldi Guðjónsson, hægra horn - spilaði ekkertHaukur Þrastarson, vinstri skytta - spilaði ekkertArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana, hafði áhyggjur fyrir leikinn, ekki beint af íslenska liðinu heldur kollega sínum Guðmundi Guðmundssyni. Guðmundur hafði lesið sína fyrrum lærisveina eins og opna bók. Danir vorum í vandræðum með að finna réttu svörin. Það var sama hvað þeir reyndu, Guðmundur hafði öll svör á hendi í þessari skák og mátaði Dani.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira