Flughált á veginum við Öxl: „Þetta hefði getað farið svo miklu verr“ Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 22:00 Slökkviliðið var kallað á vettvang með klippur. Ekki þurfti að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. aðsend Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ingvar Sigurðsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavetninga segir það mikil mildi að ekki hafi farið verr þegar rúta valt nærri bænum Öxl skammt suðvestan af Blönduósi. Á fimmta tug háskólanema var í rútunni. Nemarnir voru á leið í skíðaferð á Akureyri þegar slysið varð á fimmta tímanum í dag. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang auk slökkviliðsbíla.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valtÍ samtali við Vísi segir Ingvar slökkviliðið verið kallað út með klippur en hafi ekki þurft að beita þeim til þess að ná farþegum úr rútunni. Öxi er suðvestur af Blönduósi.Kortagrunnur af Map.is Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og voru aðrir farþegar fluttir af vettvangi á fjöldahjálparstöð eða á sjúkrahúsið á Blönduósi. Í frétt á vef RÚV kemur fram að einn hafi verið fluttur frá þyrlunni í hjólastól, annar í sjúkrabörum og þriðji hafi gengið sjálfur frá þyrlunni. Þá hafa samhæfingarstöð og aðgerðastjórn á Sauðárkróki hafa lokið störfum vegna slyssins. Rannsókn er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Ingvar segir mildi að ekki hafi farið verr enda séu aðstæður varhugaverðar. „Það var flughált á veginum og er enn. Það eru stórir flutningabílar og rútur að fara um í aðstæðum sem menn ættu ekki að vera í eða að minnsta kosti aka með gát,“ segir Ingvar. „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Hann brýnir fyrir ökumönnum að fara varlega enda færð á vegum víða slæm og því mikilvægt að sýna aðgát. Tugir björgunarsveita- og slökkviliðsmanna hjálpuðust að við verðmætabjörgun á vettvangi. Þar var tekið saman farangur og persónulegir munir farþega fluttir á Blönduós. Ingvar segir vinnu á vettvangi hafa gengið vel og frábært samstarf viðbragðsaðila úr öllum landshlutum hafi sýnt sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44