Búið að loka vegum um Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. janúar 2020 13:23 Vegagerðin þurfti að grípa til lokana á vegum fljótlega upp úr hádegi vegna vonskuveðurs sem geisar víðs vegar um land. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Enn ein djúpa lægðin gengur yfir landið í dag en hvassir austanvindar blása og er afar úrkomusamt í veðri. Appelsínugul hríðarviðvörun virkjaðist á hádegi fyrir Suðurland og er í gildi til klukkan þrjú þegar gul viðvörun tekur við af hinni appelsínugulu. Á Suðurlandi er austan hríð 18-25 m/s. Færð á vegum tók að versna hratt strax upp úr hádegi og þurfti Vegagerðin að grípa til lokana á vegum um Mosfellsheiði, Hellisheiði, Lyngdalsheiði, Kjósaskarð og Þrengsli. Búið er að loka veginum frá Þingvallavegi að Grundarhverfi um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps.Sjá nánar: Vesturlandsvegi lokað eftir alvarlegt umferðarslys Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, miðhálendið og síðar Breiðafjörð. Klukkan fimm er síðan útlit fyrir norðaustan hríðarveður 18-25 m/s á Vestfjörðum. Appelsínugul hríðarviðvörun mun standa til morgundags. Talsverð snjókoma eða skafrenningur en slydda um tíma við sjávarmál. Síðdegis verða samgöngutruflanir og eru lokanir á vegum afar líklegar. Biðlað er til almennings að fylgjast vel með færð og veðurspá og að fara að öllu með gát. Veður Tengdar fréttir Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. 10. janúar 2020 13:30 Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Enn ein djúpa lægðin gengur yfir landið í dag en hvassir austanvindar blása og er afar úrkomusamt í veðri. Appelsínugul hríðarviðvörun virkjaðist á hádegi fyrir Suðurland og er í gildi til klukkan þrjú þegar gul viðvörun tekur við af hinni appelsínugulu. Á Suðurlandi er austan hríð 18-25 m/s. Færð á vegum tók að versna hratt strax upp úr hádegi og þurfti Vegagerðin að grípa til lokana á vegum um Mosfellsheiði, Hellisheiði, Lyngdalsheiði, Kjósaskarð og Þrengsli. Búið er að loka veginum frá Þingvallavegi að Grundarhverfi um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps.Sjá nánar: Vesturlandsvegi lokað eftir alvarlegt umferðarslys Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa, miðhálendið og síðar Breiðafjörð. Klukkan fimm er síðan útlit fyrir norðaustan hríðarveður 18-25 m/s á Vestfjörðum. Appelsínugul hríðarviðvörun mun standa til morgundags. Talsverð snjókoma eða skafrenningur en slydda um tíma við sjávarmál. Síðdegis verða samgöngutruflanir og eru lokanir á vegum afar líklegar. Biðlað er til almennings að fylgjast vel með færð og veðurspá og að fara að öllu með gát.
Veður Tengdar fréttir Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. 10. janúar 2020 13:30 Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Flugferð frá helvíti sem endaði á sama stað og hún byrjaði Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars. 10. janúar 2020 13:30
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00