WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 23:05 Tedros Adhanom Ghebreyesus og Michael Ryan á blaðamannafundi í dag. EPA/MARTIAL TREZZINI Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33
Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18