WHO endurskoðar að lýsa yfir neyðarástandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 23:05 Tedros Adhanom Ghebreyesus og Michael Ryan á blaðamannafundi í dag. EPA/MARTIAL TREZZINI Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, mun koma saman á morgun og endurskoða hvort tilefni sé til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir framgöngu veirunnar undanfarna daga, og þá sérstaklega í nokkrum löndum og með tilliti til smita á milli manna, vera áhyggjuefni. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann sérstaklega smit í Þýskalandi, Víetnam og Japan. „Þrátt fyrir að fjöldi smitaðra utan Kína sé enn tiltölulega lítill, er möguleiki á stærri faraldri til staðar,“ sagði Ghebreyesus. Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Í heildina hafa 6.065 smitast, svo staðfest sé, í fimmtán ríkjum. Einungis 70 eru smitaðir utan landamæra Kína og þar segja yfirvöld að 132 hafi látið lífið, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Lang flestir hinna látnu dóu í Hubeihéraði, og höfuðborg héraðsins Wuhan. Talið er að veiran hafi stungið upp kollinum þar. Neyðarnefnd WHO fundaði tvisvar í síðustu viku og neituðu í bæði skiptin að lýsa yfir neyðarástandi. WHO er að setja saman alþjóðlegt teymi sérfræðinga sem munu fara til Kína og vinna með þarlendum sérfræðingum að því að skilja veiruna betur og það hvernig hún smitast. Sjá einnig: Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Michael Ryan, yfirmaður neyðartilfelladeildar WHO, sagði á fundinum í dag að komið væri að mikilvægum tímapunkti í baráttunni við Wuhan-veiruna. Enn væri vel mögulegt að stöðva útbreiðslu veirunnar og hrósaði hann sömuleiðis viðbrögðum yfirvalda Kína. Í frétt BBC af fundinum segir að erfitt sé að vara þeirri spurningu hve banvæn Wuhan-veiran sé. Ekki sé hægt að taka fjölda smitaðra og deila með fjölda látinna. Í fyrsta lagi sé verið að hlúa að smituðum og óvíst er hve margir þeirra muni jafna sig. Þar að auki sé ómögulegt að segja til um raunverulegan fjölda smita enn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33 Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00 Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. 29. janúar 2020 13:33
Enn breiðist Wuhan-veiran út Stjórnvöld víða um heim halda áfram að herða aðgerðir vegna útbreiðslu hinnar svokölluðu Wuhan-veiru. Til stendur að setja breska ferðamenn í sóttkví. 29. janúar 2020 19:00
Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Göturnar eru hálfauðar í Peking þessa dagana. Tæplega hundrað hafa greinst með kórónaveiruna þar. Íslendingar sem búa í borginni upplifa að þeir séu í stofufangelsi enda sé allt lokað í borginni. 29. janúar 2020 19:18