Halldór Bjarki hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 15:40 Halldór Bjarki með verðlaun sín á Bessastöðum í dag. Vísir/SigurjónÓ Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir. Leiðbeinandi var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Landspítala og kennari við Háskóla Íslands. Martin Ingi hlaut einmitt sömu verðlaun árið 2007 fyrir rannsóknir á sviði læknisfræði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og hélt auk þess ræðu sem segja má að slegið hafi í gegn. Í verkefninu voru tengsl milli breytileika í stærð rauðra blóðkorna og skamm- og langtíma dánartíðni eftir skurðaðgerðir könnuð, en slíkur breytileiki er mældur fyrir nær allar aðgerðir. Til þess voru upplýsingar úr íslenska aðgerðargagnagrunninum notaðar, en hann inniheldur upplýsingar um hartnær 40 þúsund skurðaðgerðir framkvæmdar á Landspítala. Það var glatt á hjalla á Bessastöðum í dag.Vísir/SigurjónÓ Í ljós kom að einstaklingar með aukinn breytileika höfðu hærri dánartíðni í kjölfar skurðaðgerða samanborið við viðmiðunareinstaklinga með eðlilegan breytileika. Þessum áhrifum er mögulega miðlað gegnum langvinnt bólguástand eða vannæringu, sem hefur áhrif á stærðardreifnina. Niðurstöðurnar benda til þess að mæling á stærðardreifni rauðra blóðkorna megi nota til að áhætttuflokka einstaklinga fyrir aðgerð. Næstu skref verkefnisins miða að því að kanna hvort unnt sé að hafa áhrif á stærðardreifnina eða nota hana til að fylgjast með árangri inngripa sem ætlað er að bæta horfur aðgerðarsjúklinga, svo sem forhæfingu eða leiðréttingu næringarástands fyrir aðgerð. Vonast er til að niðurstöðurnar muni bæta horfur aðgerðasjúklinga sem mun þá hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir þá sem og heilbrigðiskerfið sjálft. Verkefni úr ólíkum áttum tilnefnd Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum Verkefnið var unnið af Sigmundi Páli Freysteinssyni, nema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunarbrautar, Listaháskóla Íslands. Möguleikar melgresis (Leymus arenarius) Verkefnið var unnið af Signýju Jónsdóttur og Sveini Steinari Benediktssyni, nemum í hönnun við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Landgræðsluna, Listaháskóla Íslands og Kjartan Óla Guðmundsson vöruhönnuð og matreiðslumann. Leiðbeinendur verkefnisins voru Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslunnar og Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands. Óhætt er að segja að þröngt hafi verið á þingi í húsakynnum forseta Íslands.Vísir/Sigurjónó Notendahugbúnaður Wave Verkefnið var unnið af þeim Eddu Pétursdóttur, meistaranema í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavik og Freyju Sigurgísladóttur, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Ólafur Bjarki Bogason, Haraldur Hugosson, Daníel Grétarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson, stofnendur Genki Instruments. Nýjar afurðir þörunga Verkefnið var unnið af Hildi Margréti Gunnarsdóttur og Snædísi Guðrúnu Guðmundsdóttur, nemum í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið SagaNatura. Leiðbeinendur voru Gissur Örlygsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lilja Kjalarsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og Páll Arnar Hauksson hjá SagaNatura. Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands. Verðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunin voru fyrst veitt 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og fimmta sinn. Verðlaunin í ár eru stóll hannaður af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur hjá AGUSTAV sem ber heitið Kollur. Kollur er stílhreinn, unninn úr gegnheilli hnotu og stálteini sem gerir hann sérlega sterkan og endingargóðan. Kollur er unninn með það í huga að hann geti nýst í hvaða herbergi heimilisins sem er og hann virkar jafnt sem lítið hliðarborð og sem sæti. AGUSTAV er íslenskt húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtæki frá 2011. AGUSTAV byggir á ástríðu fyrir viðnum og einfaldleika í hönnun. Hér er fegurð í notagildi höfð að leiðarljósi og eru húsgögnin unnin til að endast og eldast með eigandanum. Hvert eintak er handunnið eftir pöntun á Íslandi. Vörur AGUSTAV hafa vakið athygli víða um veröld og hafa birst í fjölmörgum erlendum tímaritum og blöðum, þar á meðal Vogue, New York Times og Berlinske Tidende. AGUSTAV er umhverfismiðað fyrirtæki og gróðursetjur tré fyrir hverja selda vöru. Samtök iðnaðarins styrktu Nýsköpunarsjóð námsmanna við veitingu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár. Forseti Íslands Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir. Leiðbeinandi var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Landspítala og kennari við Háskóla Íslands. Martin Ingi hlaut einmitt sömu verðlaun árið 2007 fyrir rannsóknir á sviði læknisfræði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og hélt auk þess ræðu sem segja má að slegið hafi í gegn. Í verkefninu voru tengsl milli breytileika í stærð rauðra blóðkorna og skamm- og langtíma dánartíðni eftir skurðaðgerðir könnuð, en slíkur breytileiki er mældur fyrir nær allar aðgerðir. Til þess voru upplýsingar úr íslenska aðgerðargagnagrunninum notaðar, en hann inniheldur upplýsingar um hartnær 40 þúsund skurðaðgerðir framkvæmdar á Landspítala. Það var glatt á hjalla á Bessastöðum í dag.Vísir/SigurjónÓ Í ljós kom að einstaklingar með aukinn breytileika höfðu hærri dánartíðni í kjölfar skurðaðgerða samanborið við viðmiðunareinstaklinga með eðlilegan breytileika. Þessum áhrifum er mögulega miðlað gegnum langvinnt bólguástand eða vannæringu, sem hefur áhrif á stærðardreifnina. Niðurstöðurnar benda til þess að mæling á stærðardreifni rauðra blóðkorna megi nota til að áhætttuflokka einstaklinga fyrir aðgerð. Næstu skref verkefnisins miða að því að kanna hvort unnt sé að hafa áhrif á stærðardreifnina eða nota hana til að fylgjast með árangri inngripa sem ætlað er að bæta horfur aðgerðarsjúklinga, svo sem forhæfingu eða leiðréttingu næringarástands fyrir aðgerð. Vonast er til að niðurstöðurnar muni bæta horfur aðgerðasjúklinga sem mun þá hafa mikinn ávinning í för með sér fyrir þá sem og heilbrigðiskerfið sjálft. Verkefni úr ólíkum áttum tilnefnd Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu: Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum Verkefnið var unnið af Sigmundi Páli Freysteinssyni, nema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunarbrautar, Listaháskóla Íslands. Möguleikar melgresis (Leymus arenarius) Verkefnið var unnið af Signýju Jónsdóttur og Sveini Steinari Benediktssyni, nemum í hönnun við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Landgræðsluna, Listaháskóla Íslands og Kjartan Óla Guðmundsson vöruhönnuð og matreiðslumann. Leiðbeinendur verkefnisins voru Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslunnar og Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands. Óhætt er að segja að þröngt hafi verið á þingi í húsakynnum forseta Íslands.Vísir/Sigurjónó Notendahugbúnaður Wave Verkefnið var unnið af þeim Eddu Pétursdóttur, meistaranema í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavik og Freyju Sigurgísladóttur, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Ólafur Bjarki Bogason, Haraldur Hugosson, Daníel Grétarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson, stofnendur Genki Instruments. Nýjar afurðir þörunga Verkefnið var unnið af Hildi Margréti Gunnarsdóttur og Snædísi Guðrúnu Guðmundsdóttur, nemum í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið SagaNatura. Leiðbeinendur voru Gissur Örlygsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lilja Kjalarsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og Páll Arnar Hauksson hjá SagaNatura. Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands. Verðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið áður. Verðlaunin voru fyrst veitt 1996 og eru því nú veitt í tuttugasta og fimmta sinn. Verðlaunin í ár eru stóll hannaður af Gústavi Jóhannssyni og Ágústu Magnúsdóttur hjá AGUSTAV sem ber heitið Kollur. Kollur er stílhreinn, unninn úr gegnheilli hnotu og stálteini sem gerir hann sérlega sterkan og endingargóðan. Kollur er unninn með það í huga að hann geti nýst í hvaða herbergi heimilisins sem er og hann virkar jafnt sem lítið hliðarborð og sem sæti. AGUSTAV er íslenskt húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtæki frá 2011. AGUSTAV byggir á ástríðu fyrir viðnum og einfaldleika í hönnun. Hér er fegurð í notagildi höfð að leiðarljósi og eru húsgögnin unnin til að endast og eldast með eigandanum. Hvert eintak er handunnið eftir pöntun á Íslandi. Vörur AGUSTAV hafa vakið athygli víða um veröld og hafa birst í fjölmörgum erlendum tímaritum og blöðum, þar á meðal Vogue, New York Times og Berlinske Tidende. AGUSTAV er umhverfismiðað fyrirtæki og gróðursetjur tré fyrir hverja selda vöru. Samtök iðnaðarins styrktu Nýsköpunarsjóð námsmanna við veitingu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira