Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2020 13:33 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða. Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða.
Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05
Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30