Fékk útborgað í andlitsgrímum og dreifði til þeirra sem þurfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2020 14:26 Algeng sjón í Kína um þessar mundir. AP/Vincent Yu Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36