Jennifer Aniston leysti af Ellen í spjallþætti þeirrar síðarnefndu á dögunum.
Aniston varð fyrst heimsþekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends þar sem hún lék Rachel frá árinu 1994-2004.
Aniston tók þátt í skemmtilegri falinni myndavél í þættinum þar sem hún kom aðdáendum Friends á óvart í myndveri Warner Bros þar sem aðdáendur geta skoðað kaffihúsið fræga, Central Perk.
Útkoman var nokkuð spaugileg eins og sjá má hér að neðan.