Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá því á sunnudaginn að hann og allir leikmenn aðalliðs Liverpool munu ekki taka þátt í endurtekna bikarleiknum gegn Shrewsbury.
Liverpool gerði 2-2 jafntefli við neðri deildarliðið í bikarnum á sunnudaginn og eftir leikinn sagði Klopp að liðið myndi mæta með unglingaliðið í endurtekna leikinn á Anfield.
Leikurinn er nefnilega settur á í þeirri viku sem enska úrvalsdeildin hafði ákveðið að liðin í ensku úrvalsdeildinni fengu vetrarfrí.
Klopp ætlar sér að halda í þetta vetrarfrí og senda unglingaliðið í verkefnið en BBC greinir frá því að forráðamenn Liverpool standi við bakið á þeim þýska í þessari ákvörðun.
Liverpool have given Jurgen Klopp their full backing to miss the fourth-round #FACup replay with Shrewsbury at the start of next month.
— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020
The Reds boss said he won't be fielding his first team for the fixture, nor does he plan to attend.
In full https://t.co/C19wt1Gkb3pic.twitter.com/8wXKbMfKiy
Það eru ekki allir sáttir við þessa ákvörðun Klopp og blaðamaður Adam Crafton, sem vinnur hjá Athletic, gagnrýnir ákvörðun Klopp.
Þar segir Crafton frá því að honum finnist Klopp einn besti stjóri í heimi en segir að þessi ákvörðun sé svívirðileg og óíþróttamannsleg.
I think Klopp is the best coach in the world and entitled to play who he wants but, really, refusing to bother to turn up to a first team fixture himself is petulant and pretty unsporting https://t.co/wXuCiBeNrx
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 26, 2020