Íslendingur en fær allt frítt í breska heilbrigðiskerfinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:30 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi. Stöð 2 „Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
„Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira