Körfubolti

„Boltinn er í höndunum á Pavel og þar á hann að vera“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Valur komst upp úr fallsæti Domino's deildar karla með sigri á Tindastóli, 89-91, á Sauðárkróki á föstudaginn. Tveir af fimm sigrum Valsmanna á tímabilinu hafa komið gegn Stólunum.

Austin Magnus Bracey var stigahæstur Valsmanna á Króknum og skoraði 32 stig. Samvinna hans og Pavels Ermolinskij var góð eins og farið var yfir í Domino's Körfuboltakvöldi.

„Bracey er með svo fallega stroku og manni finnst eins og hann eigi að hitta úr öllum skotum,“ sagði Sævar Sævarsson.

„En það hefur ekki verið þannig í vetur. Hann hefur ekki hitt úr þessum skotum þótt þau hafi verið opin.“

Pavel var með tíu stoðsendingar í leiknum á föstudaginn.

„Pavel var í frábæru hlutverki í leiknum. Hann skoraði tvö stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Akkúrat það sem hann á að gera. Hann lét aðra um að skora,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir.

„Boltinn er í höndunum á Pavel og þar á hann að vera,“ sagði Sævar.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×