Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. vísir/vilhelm Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Eftir að skólinn opnaði á ný í Fossvogi eftir viðgerðir vegna myglu hefur þakið aftur lekið í miklu rigningaveðri. Fossvogsskóla var lokað á síðasta ári vegna myglu í húsnæði skólans en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu. Eftir úttekt kom meðal annars í ljós að ástand þaks í Vesturlandi í skólanum var mun verra en fyrstu athuganir leiddu í ljós. Ráðist var í miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem nánast allt var endurnýjað í skólanum. Þannig var húsbúnaður meðal þess sem var endurnýjaður. Á foreldrafundi vegna málsins kom fram að framkvæmdirnar myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver endanlegur kostnaður er áætlaður. Endurnýjaður Fossvogsskóli opnaði á ný í Fossvogsdal eftir áramót. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom upp leki í Vesturlandi sem er vestari álma skólans í desember. Gert var við lekann en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir hann alfarið þar sem sama húsnæði hefur lekið í mikilli úrkomutíð undanfarið. Verið er að vinna í málinu en þeir sem fréttastofa ræddi við í morgun sögðu þetta vera mikið áfall en fólk stóð í þeirri trú að búið væri að koma í veg fyrir allan leka. Skólastjóri Fossvogsskóla vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar fréttastofa hafði samband við hana. Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri borgarinnar segir þetta alls ekki gott mál, ítrekað hafi verið reynt að koma í veg fyrir lekann á Vesturlandi í Fossvogsskóla. Gert verði við þakið við fyrsta tækifæri eða þegar veður leyfir. Engar rakaskemmdir hafi orðið. Honum finnst afar leiðinlegt að þetta komi upp í nýlega endurnýjuðu þaki. Virðist þetta vera einhver hönnunargalli.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. 9. ágúst 2019 15:38
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06