Þingmenn að farast úr leiðindum Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 10:36 Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Vísir/AP Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15