Sigursteinn Másson með nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Stefán Hjörleifsson,forsvarsmaður Storytel og Sigursteinn Másson. Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar. Fjölmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Sigursteinn Másson ætlar sér að framleiða nýja þætti af Sönnum íslenskum sakamálum og verður þeir til hlustunar á hljóðbókarsmáforritinu Storytel. „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,” segir Sigursteinn Másson um verkefnið. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunarafl hlustandans er virkjað. Það finnst mér spennandi. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var aftaka á Laugalæk, þar sem leigubílstjóri var myrtur með skoti í hnakkan af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Ég vildi sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu fjórir þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,” segir Sigursteinn um þetta nýja samstarf. Ríkulega hljóðskreytt „Við höfum unnið í þessu í talsverðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega hljóðskreyttir þættir þar sem Sigursteinn glæðir gömul og ný sakamál lífi í umfjöllun sinni ásamt því að kafa dýpra ofan í málin með sínu rannsóknarnefi. Við munum öll eftir því hvaða fjaðrafoki þættirnir um Guðmundar og Geirfinnsmálin ollu þegar Sigursteinn fór að velta við steinum á sínum tíma. Hver veit nema slíkt gerist líka núna?,” segir Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi um þessa nýju þætti. „Það má segja að hér kveði við nýjan tón því þættirnir eru í raun sambland af hlaðvarpi og hljóðbók þar sem sérstaklega mikið er lagt í vinnu og umgjörð. Það hafa ekki verið gerðir viðlíka þættir á Íslandi áður svo við erum mjög spennt að sjá hvernig þeir leggjast í viðskiptavini okkar,” bætir Stefán við. Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Storytel mánudaginn 27. janúar. Einnig verður þátturinn aðgengilegur á öllum helstu streymisveitum sama dag. Nýir þættir munu bætast við vikulega á mánudögum á streymisveitunni Storytel frá og með næsta mánudegi. Storytel býður 14 daga frían aðgang fyrir þá sem vilja prófa steymisveituna sem hingað til hefur sérhæft sig í hljóðbókum. Nú þegar eru á annað þúsund íslenskir titlar aðgengilegir og yfir 200.000 alþjóðlegir titlar.
Fjölmiðlar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira