Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2020 10:40 Isabel dos Santos er dóttir forsetans fyrrvernandi, José Eduardo dos Santos. EPA Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala. Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala.
Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00