Hættir sem formaður kúabænda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2020 17:15 Arnar Árnason, sem hefur ákveðið að hætta sem formaður Landssambands kúabænda. Landssamband kúabænda Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 27.-28. mars nk. Þessu greindi hann frá á stjórnarfundi nýlega. Arnar hefur setið sem formaður frá aðalfundi samtakanna árið 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti. „Það var töluvert krefjandi verkefni að taka við formennsku í LK á þessum tíma. Stjórnin hætti öll á sama tíma auk framkvæmdastjóra stuttu seinna. Ný stjórn renndi því nokkð blint í sjóinn hvað varðar rekstur á samtökunum okkar. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart hvað starfsemi LK er viðamikil og verkefnin áhugaverð og hvað við eigum öflug samtök þegar kemur að hagsmunagæslu. Ég held að margir sem ekki hafa komið að starfseminni átti sig á hve viðamikil sú vinna er og hve víða við eigum fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar kúabænda.“ segir Arnar. Stærstur hluti tímans undanfarið ár hefur farið í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar en þar var snúið frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2016, að afnema framleiðslustýringu í formi kvótakerfis. Var það m.a. óánægja vegna þeirrar stefnu sem Arnar gaf kost á sér til formennsku á þeim tíma. „Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið", bætir Arnar við. Ljóst er að kosinn verður nýr formaður LK á næsta aðalfundi sem fer fram á Hótel Sögu dagana 27.-28. mars nk. Allir félagsmenn eru í kjöri.Landssamband kúabænda Verkefnin framundan Að mati Arnars eru krefjandi en þó skemmtilegir tímar framundan í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsmál er áberandi og þar muni kúabændur ekki láta sitt eftir liggja. „Við höfum látið greina kolefnislosun nautgriparæktarinnar á Íslandi og verður sú skýrsla kynnt á næstu vikum. Í þessum málaflokki liggja líklega okkar stærstu áskoranir sem bænda. Þar tel ég að áherslan á heimaræktað fóður komi til með að skipta hvað mestu máli fyrir okkur. „Ég þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og félagsmönnum um land allt fyrir gott og gefandi samstarf á þessum tíma. Saman höfum við áorkað miklu. Ég geng stoltur og þakklátur frá borði og óska verðandi formanni og stjórn velfarnaðar í öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.“ segir Arnar ennfremur. Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 27.-28. mars nk. Þessu greindi hann frá á stjórnarfundi nýlega. Arnar hefur setið sem formaður frá aðalfundi samtakanna árið 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti. „Það var töluvert krefjandi verkefni að taka við formennsku í LK á þessum tíma. Stjórnin hætti öll á sama tíma auk framkvæmdastjóra stuttu seinna. Ný stjórn renndi því nokkð blint í sjóinn hvað varðar rekstur á samtökunum okkar. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart hvað starfsemi LK er viðamikil og verkefnin áhugaverð og hvað við eigum öflug samtök þegar kemur að hagsmunagæslu. Ég held að margir sem ekki hafa komið að starfseminni átti sig á hve viðamikil sú vinna er og hve víða við eigum fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar kúabænda.“ segir Arnar. Stærstur hluti tímans undanfarið ár hefur farið í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar en þar var snúið frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2016, að afnema framleiðslustýringu í formi kvótakerfis. Var það m.a. óánægja vegna þeirrar stefnu sem Arnar gaf kost á sér til formennsku á þeim tíma. „Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið", bætir Arnar við. Ljóst er að kosinn verður nýr formaður LK á næsta aðalfundi sem fer fram á Hótel Sögu dagana 27.-28. mars nk. Allir félagsmenn eru í kjöri.Landssamband kúabænda Verkefnin framundan Að mati Arnars eru krefjandi en þó skemmtilegir tímar framundan í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsmál er áberandi og þar muni kúabændur ekki láta sitt eftir liggja. „Við höfum látið greina kolefnislosun nautgriparæktarinnar á Íslandi og verður sú skýrsla kynnt á næstu vikum. Í þessum málaflokki liggja líklega okkar stærstu áskoranir sem bænda. Þar tel ég að áherslan á heimaræktað fóður komi til með að skipta hvað mestu máli fyrir okkur. „Ég þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og félagsmönnum um land allt fyrir gott og gefandi samstarf á þessum tíma. Saman höfum við áorkað miklu. Ég geng stoltur og þakklátur frá borði og óska verðandi formanni og stjórn velfarnaðar í öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.“ segir Arnar ennfremur.
Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira