Hver sat við lyklaborðið? Yngvi Óttarsson skrifar 22. janúar 2020 10:15 Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi uppfærð lög um fiskeldi. Í þeim lögum framseldi Alþingi illu heilli veigamiklar ákvarðanir um fyrirkomulag sjókvíaeldis til landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem átti að útfæra nánar í reglugerð. Í núgildandi reglugerð um fiskeldi er kveðið á um lágmarksfjarlægð sjókvíaeldis frá ósum laxveiðiáa. Þar er lagt bann við sjókvíaeldi innan 5 km frá laxveiðiá þar sem að jafnaði veiðast fleiri en 100 laxar og innan 15 km ef veiðin er meiri en 500 laxar. Í fyrirliggjandi drögum að nýrri reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu er lagt til að fella þessi fjarlægðarmörk niður og þar með megi staðsetja sjókvíaeldi allt upp undir ósa laxveiðiáa til dæmis í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði með tilheyrandi stórhættu fyrir villta stofna laxfiska. Í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins frá 2014 segir meðal annars um bann við laxeldi í opnum sjókvíum í námunda við laxveiðiár: „Með því að heimila eldi laxfiska ekki á ákveðnum svæðum í ákveðinni fjarlægð frá stærstu laxveiðiám er verið að draga úr líkum á því að eldisfiskur gangi upp í verðmætustu árnar“. Laxalús er einnig líkleg til að strádrepa sjógönguseiði sem ganga út nærri opnum sjókvíum. Hvernig stendur á að ráðuneytið snýr nú við blaðinu og telur ekki lengur þörf á að halda sjókvíaeldi í lágmarksfjarlægð frá ósum laxveiðiáa. Hvað hefur breyst? Jú, það vill svo til að tveir nýir starfsmenn hafa í millitíðinni verið ráðnir til ráðuneytisins til að sjá um fiskeldismál. Það er annars vegar „sérfræðingur“ sem kom beint úr starfi hjá fyrirtæki Kjartans Ólafssonar stjórnarformanns Arnarlax, og hins vegar tengdadóttir Einars K. Guðfinnssonar, stjórnarformanns Landssambands fiskeldisstöðva frá 2016. Skyldu þau hafa setið við lyklaborðið þegar hin nýju reglugerðardrög voru samin? Það er því ekki bara að Alþingi Íslendinga hafi framselt ákvörðunarvaldið til ráðherra, heldur hefur útfærslan væntanlega verið í höndum aðila tengdum sjókvíaeldisiðnaðinum. Er nema von að spurt sé hvort Íslands sé orðið að Namibíu norðursins.Höfundur er verkfræðingur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun