Innlent

Raunhæfismat gert á framkvæmd Pálmatrjánna á Vörputorgi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Pálmatrén tvö í gróðurhúsunum.
Pálmatrén tvö í gróðurhúsunum. Reykjavíkurborg

Raunhæfismat verður gert á framkvæmd listaverksins Pálmatré eftir listamanninn Karen Sander sem stendur til að reisa á Vörputorgi í Vogabyggð.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sendi inn fyrirspurn um málið og kemur fram í svari Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, að borgarráð hafi samþykkt raunhæfismatið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Vigdís sendi inn spurningu vegna málsins og sagði í svari Örnu að í kjölfar þess að borgarráð hafi samþykkt matið hafi umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verið falið að vinna úttekt og áætlað sé að hún verði unnin með óháðum ráðgjafa í tengslum við hönnun Vörputorgs, þar sem áætlað er að verkið rísi.

„Gert er ráð fyrir að framkvæmd við gerð verksins, þar með talið að planta trjám, fylgi frágangi opinna svæða í hverfinu og er hönnun torgsins og uppbygging háð annarri uppbyggingu við torgið og unnin í samráði við lóðareigendur,“ segir í svari Örnu. „Ekki eru tafir á framkvæmd.“


Tengdar fréttir

Verjum Elliða­ár­dalinn - skrifum undir

Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×