„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 13:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Sjá meira
Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. Hann greindist með eitrunina á Norðurlandi. Eiturefnið sem bótúlismabakterían framleiðir er eitt það virkasta sem til er, að sögn sóttvarnalæknis. Sjá einnig: Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömun sem leitt geta til dauða. Íslendingurinn greindist 18. janúar síðastliðinn en fyrstu einkenni komu fram sex dögum fyrr. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem greindist liggi nú veikur inni á spítala. „Eiturefnið sem þessi baktería framleiðir er eitt virkasta eiturefni sem til er og það þarf sáralítið af þessu til að valda þessum áhrifum,“ segir Þórólfur. Umrædd áhrif eru einkum „hratt vaxandi“ lömun, að því er segir á vef landlæknisembættisins. „Og þessir einstaklingar þurfa oft að vera í öndunarvélum mjög lengi á meðan áhrifin ganga yfir,“ segir Þórólfur. Annars geti veikindin af völdum bakteríunnar leitt til dauða. Rannsakað í útlöndum Eins og segir í tilkynningu frá landlæknisembættinu um málið bendir ekkert til þess í rannsókn sóttvarnalæknis, Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Þá hefur eitrunarinnar ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Ekkert liggur enn fyrir um það úr hvaða matvælum bakterían barst. Rannsókn á upprunanum stendur enn yfir en senda þarf sýni til útlanda til rannsóknar. „Það getur tekið viku að fá úr því, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir Þórólfur. Mikilvægt sé að fá úr því skorið hvernig sjúklingurinn smitaðist en öðrum ætti þó ekki að vera hætta búin. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“