Norska stjórnin er sprungin Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 13:01 Siv Jensen er formaður norska Framfaraflokksins. Getty Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs. Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs.
Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32