Enn eitt opið bréf til borgarráðs frá stuðningskonum leikskólanna Stuðningshópur leikskólanna skrifar 20. janúar 2020 11:00 Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Ástandið sem ríkir á leikskólum borgarinnar skrifast alfarið á reikning stjórnvalda. Manneklan kemur ekki síst til vegna láglaunastefnu borgarinnar. Álagið á foreldra og starfsfólk lagaðist ekki við þá ákvörðun borgarinnar að hverfa frá styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir að allar kannanir sýndu mikla ánægju og góðan árangur, bæði fyrir starfsfólk og starfsemi. Í Silfri vikunnar sat fyrir svörum Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, og bar á borð fyrir borgarbúa eitthvað sem eiga að heita rök. Skúli var stoltur af samráðinu við leikskólastjóra í borginni sem hann sagði liggja til grundvallar. Samráð er vissulega jákvætt. En ekkert samráð var haft við foreldra. Ekki Heimili og skóla, Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, foreldrafélög leikskólanna eða nokkur hagsmunasamtök einstæðra foreldra. Ekki við konur af erlendum uppruna, ekki við PEPP - samtök gegn fátækt. Foreldrar í Reykjavík fréttu af málinu í fjölmiðlum eftir samþykktina. Samþykkt sem snertir að lágmarki þau 400 börn í Reykjavík sem sótt voru eftir kl. 16:30 þá einu viku í október sem Reykjavíkurborg ómakaði sig við málamyndakönnun á raundvalartíma barna í þessum lykilstofnunum samfélagsins. Hvers konar stjórnvald kemur svona fram? Hvernig dettur meirihlutanum í borgarstjórn í hug að skerða þjónustu við svona stóran hóp borgaranna án þess að gefa honum minnsta tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri? Hvernig var þessi ákvörðun eiginlega tekin? Skúli svaraði því: „Ákvörðunin byggir á mati leikskólastjóra í fyrsta lagi á því hverjir séu líklegastir til að verða helst fyrir þessari breytingu og það var alveg einróma álit þeirra að það væru einmitt ekki viðkvæmustu hóparnir.“ Þetta er huglægt, óopinbert og óformlegt mat. Staðreyndirnar eru þessar: Það eru engin gögn til um þetta. Borgin kannaði ekki hvaða afleiðingar skerðingin kynni að hafa á hina ýmsu jaðarsettu hópa. Einhver óskilgreindur hópur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg tilkynnti ráðinu óformlega það mat sitt, að algjörlega óathuguðu máli, að verst settu hóparnir meðal foreldra séu ekki líklegir til að nýta sér síðasta hálftímann. Á þessum óásættanlega veika grunni kom borgin sér undan því að tala við þessa hópa. Það þarf ekki að setja þarfir jaðarsetts fólks í forgang við ákvarðanatöku af því að það er „metið svo“ að þetta sé ekki margt fólk. Um þessa hópa sagði Skúli enn fremur: „73% af þessum hóp sem er að kaupa þennan síðasta hálftíma dagsins er einmitt gift fólk og sambúðarfólk. Einstæðir eru þarna rétt innan við 20% og afgangurinn er þá svokallaðir skilgreindir forgangshópar sem njóta afsláttar frá kjörum sem eru námsmenn, öryrkjar og starfsmenn leikskóla.“ Nákvæmlega svona lítur forréttindablinda út. Jaðarsetti hópurinn er svo lítill að við þurfum ekki að taka tillit til hans. Hann hefur lítil áhrif, hann hefur engin völd, hann hefur mjög takmarkaða möguleika á að hlustað sé á hann. Og þess vegna ætlum við ekki að hlusta á hann. Tillögunni í skóla- og frístundaráði fylgdi svokölluð jafnréttisskimun. Það er bráðabirgðamat á áhrifum stjórnvaldsákvarðana á jafnrétti kynjanna og/eða jaðarsetta hópa. Niðurstaða skimunarinnar er skýr: þörf er á jafnréttismati. Samt fór ekki fram jafnréttismat. En formaður skóla- og frístundaráðs hefur svör við því líka: „Menn eru komnir langt langt fram úr sér með þessum bollaleggingum og það er enginn, það er ekki verið að vitna í nein gögn um það að konur séu fyrst og fremst að taka þessa ábyrgð inni á heimilunum.“ Getur það verið að formaður skóla- og frístundaráðs, maðurinn sem lætur sér nægja óformlega skimun vegna eigin ákvarðana, þurfi rannsóknir til að sannfærast um að konur beri frekar þungann af heimili og barnauppeldi en karlar? Honum til fróðleiks voru 34,6% kvenna á Íslandi í hlutastarfi árið 2018 samanborið við 13,5% karla. Meðalfjöldi vinnustunda kvenna í fullu starfi sama ár var 41,1 stund en karlar unnu 46,3 vinnustundir. Samkvæmt rannsókn Maskínu frá árinu 2017 töldu tæp 39% kvenna sig sinna heimilisstörfum að mestu leyti en aðeins rúm 4% karla. Bókstaflega allar rannsóknir á skiptingu vinnuálags vegna heimilis og barnauppeldis segja sömu söguna. Það er algjör óþarfi, og hreinlega móðgandi, að láta eins og þetta séu ekki alþekktar staðreyndir. Claudia Overesch, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnhildur Finnsdóttir, Gunnur Vilborg, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, Margrét Inga Gísladóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir, Unnur Ágústsdóttir, Þóra Kristín Þórsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og raunverulegar aðstæður foreldra Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 11:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. Ástandið sem ríkir á leikskólum borgarinnar skrifast alfarið á reikning stjórnvalda. Manneklan kemur ekki síst til vegna láglaunastefnu borgarinnar. Álagið á foreldra og starfsfólk lagaðist ekki við þá ákvörðun borgarinnar að hverfa frá styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir að allar kannanir sýndu mikla ánægju og góðan árangur, bæði fyrir starfsfólk og starfsemi. Í Silfri vikunnar sat fyrir svörum Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, og bar á borð fyrir borgarbúa eitthvað sem eiga að heita rök. Skúli var stoltur af samráðinu við leikskólastjóra í borginni sem hann sagði liggja til grundvallar. Samráð er vissulega jákvætt. En ekkert samráð var haft við foreldra. Ekki Heimili og skóla, Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, foreldrafélög leikskólanna eða nokkur hagsmunasamtök einstæðra foreldra. Ekki við konur af erlendum uppruna, ekki við PEPP - samtök gegn fátækt. Foreldrar í Reykjavík fréttu af málinu í fjölmiðlum eftir samþykktina. Samþykkt sem snertir að lágmarki þau 400 börn í Reykjavík sem sótt voru eftir kl. 16:30 þá einu viku í október sem Reykjavíkurborg ómakaði sig við málamyndakönnun á raundvalartíma barna í þessum lykilstofnunum samfélagsins. Hvers konar stjórnvald kemur svona fram? Hvernig dettur meirihlutanum í borgarstjórn í hug að skerða þjónustu við svona stóran hóp borgaranna án þess að gefa honum minnsta tækifæri til að koma afstöðu sinni á framfæri? Hvernig var þessi ákvörðun eiginlega tekin? Skúli svaraði því: „Ákvörðunin byggir á mati leikskólastjóra í fyrsta lagi á því hverjir séu líklegastir til að verða helst fyrir þessari breytingu og það var alveg einróma álit þeirra að það væru einmitt ekki viðkvæmustu hóparnir.“ Þetta er huglægt, óopinbert og óformlegt mat. Staðreyndirnar eru þessar: Það eru engin gögn til um þetta. Borgin kannaði ekki hvaða afleiðingar skerðingin kynni að hafa á hina ýmsu jaðarsettu hópa. Einhver óskilgreindur hópur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg tilkynnti ráðinu óformlega það mat sitt, að algjörlega óathuguðu máli, að verst settu hóparnir meðal foreldra séu ekki líklegir til að nýta sér síðasta hálftímann. Á þessum óásættanlega veika grunni kom borgin sér undan því að tala við þessa hópa. Það þarf ekki að setja þarfir jaðarsetts fólks í forgang við ákvarðanatöku af því að það er „metið svo“ að þetta sé ekki margt fólk. Um þessa hópa sagði Skúli enn fremur: „73% af þessum hóp sem er að kaupa þennan síðasta hálftíma dagsins er einmitt gift fólk og sambúðarfólk. Einstæðir eru þarna rétt innan við 20% og afgangurinn er þá svokallaðir skilgreindir forgangshópar sem njóta afsláttar frá kjörum sem eru námsmenn, öryrkjar og starfsmenn leikskóla.“ Nákvæmlega svona lítur forréttindablinda út. Jaðarsetti hópurinn er svo lítill að við þurfum ekki að taka tillit til hans. Hann hefur lítil áhrif, hann hefur engin völd, hann hefur mjög takmarkaða möguleika á að hlustað sé á hann. Og þess vegna ætlum við ekki að hlusta á hann. Tillögunni í skóla- og frístundaráði fylgdi svokölluð jafnréttisskimun. Það er bráðabirgðamat á áhrifum stjórnvaldsákvarðana á jafnrétti kynjanna og/eða jaðarsetta hópa. Niðurstaða skimunarinnar er skýr: þörf er á jafnréttismati. Samt fór ekki fram jafnréttismat. En formaður skóla- og frístundaráðs hefur svör við því líka: „Menn eru komnir langt langt fram úr sér með þessum bollaleggingum og það er enginn, það er ekki verið að vitna í nein gögn um það að konur séu fyrst og fremst að taka þessa ábyrgð inni á heimilunum.“ Getur það verið að formaður skóla- og frístundaráðs, maðurinn sem lætur sér nægja óformlega skimun vegna eigin ákvarðana, þurfi rannsóknir til að sannfærast um að konur beri frekar þungann af heimili og barnauppeldi en karlar? Honum til fróðleiks voru 34,6% kvenna á Íslandi í hlutastarfi árið 2018 samanborið við 13,5% karla. Meðalfjöldi vinnustunda kvenna í fullu starfi sama ár var 41,1 stund en karlar unnu 46,3 vinnustundir. Samkvæmt rannsókn Maskínu frá árinu 2017 töldu tæp 39% kvenna sig sinna heimilisstörfum að mestu leyti en aðeins rúm 4% karla. Bókstaflega allar rannsóknir á skiptingu vinnuálags vegna heimilis og barnauppeldis segja sömu söguna. Það er algjör óþarfi, og hreinlega móðgandi, að láta eins og þetta séu ekki alþekktar staðreyndir. Claudia Overesch, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnhildur Finnsdóttir, Gunnur Vilborg, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristjana Ásbjörnsdóttir, Margrét Inga Gísladóttir, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir, Unnur Ágústsdóttir, Þóra Kristín Þórsdóttir.
Opið bréf til borgarráðs um opnunartíma leikskóla og raunverulegar aðstæður foreldra Við undirritaðar skorum á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar hafa verið í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 11:00
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar