Betri mönnun - bættur vinnutími Sandra B. Franks skrifar 20. janúar 2020 09:00 Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun