Er ég fórnarlamb? Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 15. ágúst 2020 13:00 Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er svona erfitt að gangast við því að hafa verið fórnarlamb? Annar greinarhöfundur var komin hátt á fimmtugsaldur þegar hún gerði sér grein fyrir því að hún var fórnarlamb og það eftir að hafa farið í gegnum þykkt lag af fordómum, sjálfshatri og afneitun. Hvernig er hægt að vera einstaklingur sem hefur orðið fyrir ofbeldi en ekki fórnarlamb ofbeldisins og ofbeldismannsins? Sá eða sú sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir Fórnarlamb hefur sömu merkingu og orðið “victim“ á ensku og samkvæmt orðabókarskýringum er merking orðsins þríþætt. Í fyrsta lagi er fórnarlamb sá einstaklingur sem sætir ofsóknum eða dauða. Í öðru lagi sá sem saklaus þarf að þola óréttlæti, óþægindi eða misgerðir. Í þriðja lagi upprunaleg merking orðsins, dýr sem fórnað er í trúarskyni. Orðið fórnarlamb ætti því samstundis að kveikja á samúðartilfinningum en gerir það einhverra hluta vegna ekki alltaf heldur finna þolendur ofbeldis, brotaþolar, hjá sér þörf til að sverja af sér „fórnarlambsstimpilinn“. Það gefur auga leið að ekki er eftirsóknarvert að verða fórnarlamb. Það vill engin verða fyrir hamförum, ofbeldi, árás eða nauðgun. Og þau sem verða fyrir slíku vilja skiljanlega ekki láta skilgreina sig út frá því. Það er alþekkt staðreynd að nokkrar af afleiðingum þess að verða fyrir kynferðisofbeldi eru skömm, afneitun, að gera lítið úr því sem gerðist og sektarkennd. Það er ekkert persónulegt við það að verða fórnarlamb og það gerir engan að minni manneskju. Fórnarlambið fyrirgefi sjálfu sér! Af hverju ættu þolendur og fórnarlömb ofbeldis að fyrirgefa sjálfum sér? Fyrir að hafa verið barn þegar það var beitt ofbeldi? Fyrir að hafa verið á röngum stað á röngum tíma? Fyrir að hafa verið tælandi klædd og drusla? Erum við í alvörunni ekki komin lengra! Þolendaábyrgð hentar gerendum ofbeldis og stuðningsmönnum þeirra vel og að skömmin fylgi fórnarlambinu. Ýmist velmeinandi fólk vill að fórnarlömb fyrirgefi sjálfum sér en gerir sér ekki grein fyrir því að þar með er verið að ýta undir sektarkennd og skömm. Við getum fyrirgefið sjálfum okkur ýmislegt en ekki fyrir að vera þolendur/fórnarlömb. Öfugmæli Undanfarið hefur borið á því að orðið „fórnarlambamenning“ sé notað um fólk sem mótmælir ofbeldi og misrétti sem það hefur orðið fyrir. Þeir sem halda þessari hugmyndafræði hæst á lofti virðast aðallega vera miðaldra hvítir karlmenn sem búa við ríkuleg forréttindi en vilja ekki axla ábyrgð á eigin hegðun og forréttindum. Hér er því um gaslýsingu að ræða þar sem sannleikanum er snúið á hvolf. Hin eiginlega skilgreining á fórnarlambamenningu er menning sem fórnar lífi og heilsu þolenda en hlífir gerendum, með réttu ofbeldismenning. Tölum um ofbeldismennina Fórnarlömb eru eins ólík og þau eru mörg. Hin dapurlega staðreynd er hins vegar sú að þau eru mörg. Það hentar ofbeldismönnum sérlega vel þegar fórnarlömb þeirra afneita ofbeldinu. Snúum umræðunni þangað sem hún á heima látum þá sem fremja ofbeldi bera ábyrgð á gjörðum sínum. Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun