Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:12 Verkföll Eflingarfólks mun hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla í Reykjavík. vísir/vilhelm Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni í næstu viku. Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar. Munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í dag. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gera ráð fyrir að þetta yrði síðasti fundur samninganefndanna fyrir verkfall Eflingarfólks í borginni, sem hefst á þriðjudag, en áður hafði Sólveig sagst ekki ætla að funda með fulltrúum Reykjavíkurborgar oftar en lög kveða á um. Verkfallshrina strax eftir helgi Verði deila Eflingar og borgarinnar ekki til lykta leidd í dag hefst verkfallshrina strax eftir helgi. Eflingarfólk á leikskólum, hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu leggur þannig niður störf í hádeginu á þriðjudag og allan fimmtudaginn 6. febrúar. Hópur leikskólastjórnenda fundaði í morgun með fulltrúum Reykjavíkurborgar þar sem væntanleg áhrif af verkfallinu á starfsemi leikskóla borgarinnar voru útlistuð. Að óbreyttu munu þúsund leikskólastarfsmenn leggja niður störf á þriðjudag sem mun hafa mismikil áhrif á milli leikskóla og ræst það af hlutfalli Eflingarfólks á hverjum stað. Eitthvert rask verði þó á öllum leikskólum og sumum þurfi jafnvel að loka. Skertur vistunartími Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri sat fundinn í morgun. „Kjarninn í þessu er þessi: Hversu mörg börn geta komið á leikskólann? Og líka þau börn sem koma á leikskólann… Það getur verið skertur vistunartími hjá þeim af því að það getur verið að við eigum í vandræðum með að opna leikskólann og loka leikskólanum því að það eru margir Eflingarstarfsmenn sem sjá um að opna skólana og loka þeim líka. Þannig að það getur verið erfitt að vera með þjónustu í báða enda. Eflingarstarfsmenn sem vinna í eldhúsinu… Ef eldhúsið lokar, þá þurfa börnin að fara heim í hádeginu að borða,“ segir Guðrún Jóna Búið að semja um viðlíka hækkanir Nýjasta útspil Eflingar í kjaradeilunni er yfirlýsing sem félagið sendi frá sér í morgun þar sem það sagði hið opinbera þegar hafa samið um viðlíka hækkanir og Eflingar fer fram á deilu sinni við borgina. Það hafi ríkið gert með samningum sínum við félög innan BHM, sem hafi falið í sér hækkanir umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, vildi ekki tjá sig um yfirlýsinguna og vísaði á Braga Skúlason, formann Fræðagarðs, félags sem átti aðild að umræddum samningi. Hann gat ekki orðið við viðtalsbeiðni fyrir hádegisfréttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49