Fjarðabyggð – Öflugt fjölskyldusamfélag Karl Óttar Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun