Æðardúnssöfnun á Íslandi til umfjöllunar hjá Business Insider Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 12:26 Erla Friðriksdóttir safnar æðardúni á eyjum í Breiðafirði. Skjáskot/YouTube Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni. Stykkishólmur Dýr Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Æðardúnssöfnun á Íslandi er til umfjöllunar í nýjasta þætti Business Insider sem birtu er á YouTube. Þar er fylgst með söfnun, hreinsun og framleiðslu æðardúns hjá fyrirtækinu King Eider sem staðsett er í Stykkishólmi. „Alvöru æðardúnn er eitt hlýjasta náttúrulega efni sem hægt er að finna í heiminum, en hann er ekki ódýr, tvöföld æðardúnsæng gæti kostað allt að 8.000 Bandaríkjadali,“ segir í inngangi þáttarins. Aðeins fjögur tonn af æðardúni safnast ár hvert á heimsvísu. Rætt er við Erlu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra King Eider, í þættinum. „Æðardúnninn er náttúruleg afurð og þegar æðarfuglinn yfirgefur hreiðrið yfirgefur hún dúninn og ef við myndum ekki safna dúninum myndi hann bara fjúka burt og vera gagnslaus,“ segir Erla. Henni er fylgt þar sem hún safnar æðardúni og sýnir hún hvernig tínslan fer fram. „Það eru 240 eyjar á Breiðafirði og á 150 eyjum halda æðarfuglarnir til. Við þurfum að fara á milli allra eyjanna á smábátum. Hreiðrin eru ekki rosalega þétt saman og við þurfum að ganga í kring um allar eyjarnar til að finna hreiðrin. Það getur verið mjög erfitt að finna þau, þau eru stundum falin milli steina eða hávaxins gróðurs, og við þurfum að leita vel til að finna öll hreiðrin,“ segir Erla. Dúnninn er svo þveginn í vélum og handþveginn og segir Erla að það geti tekið allt að fjórar til fimm klukkustundir fyrir vanann mann að hreinsa hvert kíló af dúni.
Stykkishólmur Dýr Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira