Íslendingum ráðið frá ferðalögum Sylvía Hall skrifar 16. ágúst 2020 15:36 Embætti landlæknis hefur birt leiðbeiningar um sóttkví en breyttar reglur taka gildi á miðvikudag. Frá og með þeim tíma verða öll lönd og svæði heimsins skilgreind sem áhættusvæði. Lögreglan Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum hér á landi er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði en fram til 19. ágúst eru aðeins Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Þýskaland undanskilin því að flokkast sem áhættusvæði. Eftir þann tíma er ljóst að ekki er mælt með því að Íslendingar ferðist til annarra landa í ljósi þeirrar flokkunar sem tekur gildi. Á vef Embættis landlæknis voru birtar í dag upplýsingar til ferðamanna varðandi sóttkví og kostnað vegna sýnatöku á landamærunum. Þar segir að ferðamenn beri sjálfir gisti- og uppihaldskostnað á meðan sóttkví stendur, enda hafi þeir sjálfviljugir komið hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Þegar breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar taka gildi næsta miðvikudag þurfa allir komufarþegar í tvær skimanir og 4-5 daga sóttkví. Þá er mælt með því að allir sem koma hingað til lands eða eru staddir á landinu nái í rakningarappið Rakning C-19. Undanþegin nýjum reglum um skimanir og sóttkví eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem búsettar eru hér á landi og hafa fylgt sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð. Einnig eru þeir sem hafa sögu um Covid-19 sýkingu undanþegnir reglunum hafi sýkingin verið staðfest hér á landi. Áhættusvæðin verða reglulega endurmetin og ákvörðun tekin um hvort einhver lönd flokkist ekki lengur sem skilgreind svæði með mikla smitáhættu. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18 Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Öll lönd og svæði heims eru skilgreind sem áhættusvæði frá og með 19. ágúst næstkomandi. Íbúum hér á landi er ráðið frá ferðalögum á áhættusvæði en fram til 19. ágúst eru aðeins Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Noregur og Þýskaland undanskilin því að flokkast sem áhættusvæði. Eftir þann tíma er ljóst að ekki er mælt með því að Íslendingar ferðist til annarra landa í ljósi þeirrar flokkunar sem tekur gildi. Á vef Embættis landlæknis voru birtar í dag upplýsingar til ferðamanna varðandi sóttkví og kostnað vegna sýnatöku á landamærunum. Þar segir að ferðamenn beri sjálfir gisti- og uppihaldskostnað á meðan sóttkví stendur, enda hafi þeir sjálfviljugir komið hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví. Þegar breytingar á fyrirkomulagi landamæraskimunar taka gildi næsta miðvikudag þurfa allir komufarþegar í tvær skimanir og 4-5 daga sóttkví. Þá er mælt með því að allir sem koma hingað til lands eða eru staddir á landinu nái í rakningarappið Rakning C-19. Undanþegin nýjum reglum um skimanir og sóttkví eru áhafnir flugvéla og flutningaskipa sem búsettar eru hér á landi og hafa fylgt sérstökum varúðarráðstöfunum í vinnuferð. Einnig eru þeir sem hafa sögu um Covid-19 sýkingu undanþegnir reglunum hafi sýkingin verið staðfest hér á landi. Áhættusvæðin verða reglulega endurmetin og ákvörðun tekin um hvort einhver lönd flokkist ekki lengur sem skilgreind svæði með mikla smitáhættu.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18 Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Átta greindust með veiruna innanlands Átta greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 16. ágúst 2020 11:18
Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri Með ákvörðun um breytta skimun á landamærum er verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri að sögn prófessors í Hagfræði. 15. ágúst 2020 19:30
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12