Ásmundur: Virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2020 20:11 Ásmundur heldur enn í vonina en viðurkennir að staða Fjölnis sé orðin ansi slæm. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“ Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, sagði að leikurinn gegn HK í dag hafi verið lýsandi fyrir tímabilið hjá Grafarvogsliðinu. Fjölnismenn töpuðu 3-1 og eru í slæmri stöðu í Pepsi Max-deild karla. „Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og mikilvæg stig undir. Á þessum tíma við höfum fengið til að fara yfir hlutina var áherslan lögð á að fækka mörkunum sem við fáum á okkur. Við höfum hjálpað hinum liðunum og fáum á okkur ódýr mörk,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik. „Við fáum á okkur of mörg mörk eftir föst leikatriði og svo eru þetta gjafir. Við fórum yfir það og reyndum að spila einfaldari varnarleik og einfalda uppspilið til að reyna að fækka þessum mistökum. En svo kom seinni hálfleikurinn í dag og það sama var uppi á teningnum.“ Strax í upphafi seinni hálfleiks kom Martin Rauschenberg HK yfir með skalla eftir hornspyrnu og hin tvö mörk heimamanna komu eftir mistök gestanna. „Við fengum á okkur mark eftir hornspyrnu og ef það var ekki nóg hjálpuðum við þeim til að skora hin tvö mörkin. Við virðumst helst vilja fá á okkur þrjú mörk og ef hinir gera það ekki gerum við það fyrir þá. Og þannig er erfitt að vinna leiki. En ef við skrúfum fyrir þetta raðast stigin inn og það er nóg af stigum eftir,“ sagði Ásmundur. Fjölnir átti ágætis kafla í seinni hálfleik og annað og þriðja mark HK komu þegar Grafarvogsliðið var með yfirhöndina í leiknum. „Það er líka algengt hjá okkur. Þegar við erum líklegir til að skora koma mörkin hjá hinum. Þetta er tímapunktur sem við fáum á okkur. Við erum meðvitaðir um það og höfum reynt að vinna í því. Við þurfum að halda áfram og gera betur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott í dag,“ sagði Ásmundur. Fjölnismenn eru áfram á botni deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri í sumar. „Með því að tapa þessum leik gerðum við okkur stöðuna mjög erfiða en ekki vonlausa og við verðum að halda áfram,“ sagði Ásmundur. Hann vonast til að geta styrkt Fjölnisliðið í félagaskiptaglugganum sem nú er opinn. „Við erum að skoða það, hvað við getum gert til að styrkja okkur. Í hinum glugganum fengum við tvo leikmenn og það var áfall að reynsluboltinn sem við fengum [Christian Sivebæk] meiddist á hné í fyrsta leik. Hann hefur ekki náð að vera með af fullum krafti og er farinn aftur heim í aðgerð,“ sagði Ásmundur. „Þannig við þurfum að skoða hvað við getum gert og munum reyna okkar besta til að styrkja liðið.“
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Umfjöllun: HK - Fjölnir 3-1 | Fjölnismenn í slæmum málum eftir tap í Kórnum HK vann 3-1 sigur á botnliði Fjölnis í Pepsi Max-deild karla í dag. Staða Fjölnismanna er afar slæm en þeir eru aðeins með þrjú stig eftir tíu leiki. 16. ágúst 2020 18:56