Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Tanja Vigdisdottir skrifar 16. ágúst 2020 20:29 Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. Við sem höfum þekkt þig áratugum saman vitum að oft tekurðu ansi djúpt í árinni og venjulega fyrirgefum við þér látalætin en í þetta skiptið get ég ekki látið sitja hjá við að koma með nokkra punkta. Ég geri þetta vegna þess að núna virðist þú sérlega illa að þér í málefninu og já, ert í raun að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og notar skilgreiningar og hugtök sem voru algeng fyrir 50 - 60 árum en er löngu hætt að nota þar sem vísindum hefur fleytt fram og aukinn skilningur er á málefnunum. Ég ætla að byrja á að leiðrétta þig varðandi samkynhneigð. Sennilega ertu með mjög gamla kennslubók í fræðunum við hlið þér vegna þess að samkynhneigð er ekki eitthvað sem einstaklingurinn velur né heldur snýst hún einvörðungu um glímutök í bólinu. Þetta var líka algeng skoðun samfélagsins fyrir áratugum síðan en hlutirnir hafa breyst. Samkynhneigð er að einstaklingur laðast andlega og líkamlega til annars einstaklings af sama kyni. Samkynhneigðir einstaklingar fella ástir til hvors annars alveg eins og gagnkynhneigt fólk gerir. Það er gott að hafa þetta í huga skyldirðu einhvern tímann hitta fyrir samkynhneigt par. Ég get t.d. sagt þér að ég og verðandi konan mín eigum í ríkulegu ástarsambandi og þó skilja Atlantsálar okkur að enn um sinn. Ég sé að þú ruglar heldur betur hugtakinu gender dysphoria í samhengi við hugtökin transgender og cisgender. Transgender er einstaklingur sem í örstuttu máli fæðist í vitlausum líkama og gender dysphoria er vanlíðan sem getur skapast af því þegar persónan og líkaminn passa ekki saman. Cisgender er einstaklingur þar sem persónan og líkaminn passa saman. Meirihluti mannkyns er cisgender. Transgender er ekki lengur skilgreint sem sjúkdómur í nýjustu útgáfu ICD. Þú hlýtur að vera að styðjast við gamla útgáfu í máli þínu. ICD staðallinn hefur löngum þótt umdeildur þegar kemur að transfólki og sannast sagna þótt íhaldssamur og fjandsamlegur. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel var samkynhneigð skilgreind í ICD. Í vísindum samtímans er að verða sífellt meiri skilningur á því að kyn eins og það hefur verið skilgreint, þ.e.a.s. út frá kynfærum er í besta falli ónákvæmt ef ekki rangt og þörf sé á útvíkkun hugtaka og betri skilgreiningum. Ég hvet þig Addi til að lesa nýjar rannsóknir og þá þær sem eru framkvæmdar af viðurkenndum aðilum innan heilbrigðisstétta. Ég gætið haldið áfram lengi með rangindi hugtakanotkunar en læt þessi nægja í bili. Þú vitnar í nýja bók Abigail Shrier máli þínu til stuðnings. Ég er satt að segja mjög hissa á því að þú Addi sem titlar þig sem sálfræðing skuli gera svona hvað þá nota Freud sem einhverja tilvitnun, eitthvað sem engir sálfræðingar vandir að virðingu sinni gera lengur. Abigail er hvorki læknir né sálfræðingur né heldur er hún blaðamaður þó hún titli sig sem slíka. Hún er aftur á móti þekkt innan öfga hægri og íhaldshreyfingarinnar í USA og hefur skrifað skoðunargreinar fyrir öfgasíður eins og The Daily Caller sem Tucker Carlsson hjá Fox News var með að stofna. Það er vel þekkt að öfga hægri og íhaldshreyfingar í Bandaríkjunum hafa mikinn fjandskap gegn hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki og oft eru gervivísindi notuð í málflutningi þeirra til að afneita tilveru transfólks því með afneitun á tilveru er réttlæting á ofbeldi og ofsóknum komin fram. Mér finnst Addi þessi grein þín bera mikinn svip að því sem hægt er að lesa í amerískum öfga hægri og íhaldsfjölmiðlum og það veldur mér dálitlum áhyggjum að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að gerast mikill merkisberi hatursorðræðu og hreyfingar sem leiðir ofsóknir á hendur transfólki, þar sem við konurnar erum skotnar í tætlur á götum úti í Bandaríkjunum og í Pakistan erum við brenndar lifandi og lík okkar afskræmd. Ert þú virkilega að gerast málsvari þess að í nafni vísinda eigi að þurrka af yfirborði jarðarinnar heilan hóp af manneskjum fyrir það eitt að hafa fæðst í röngum líkama? Við erum ekki geðveik og höfum aldrei verið. Hins vegar stuðla fordómar, grimmd, miskunnarleysi og fjandskapur sem greinin þín ber með sér að líf okkar verða á köflum ansi erfið og mörg okkar bugast á endanum. Ég spyr þig Addi, er hatrið sem þú setur fram með skoðun þinni þess virði? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Tengdar fréttir Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. Við sem höfum þekkt þig áratugum saman vitum að oft tekurðu ansi djúpt í árinni og venjulega fyrirgefum við þér látalætin en í þetta skiptið get ég ekki látið sitja hjá við að koma með nokkra punkta. Ég geri þetta vegna þess að núna virðist þú sérlega illa að þér í málefninu og já, ert í raun að tala um eitthvað sem þú veist ekkert um og notar skilgreiningar og hugtök sem voru algeng fyrir 50 - 60 árum en er löngu hætt að nota þar sem vísindum hefur fleytt fram og aukinn skilningur er á málefnunum. Ég ætla að byrja á að leiðrétta þig varðandi samkynhneigð. Sennilega ertu með mjög gamla kennslubók í fræðunum við hlið þér vegna þess að samkynhneigð er ekki eitthvað sem einstaklingurinn velur né heldur snýst hún einvörðungu um glímutök í bólinu. Þetta var líka algeng skoðun samfélagsins fyrir áratugum síðan en hlutirnir hafa breyst. Samkynhneigð er að einstaklingur laðast andlega og líkamlega til annars einstaklings af sama kyni. Samkynhneigðir einstaklingar fella ástir til hvors annars alveg eins og gagnkynhneigt fólk gerir. Það er gott að hafa þetta í huga skyldirðu einhvern tímann hitta fyrir samkynhneigt par. Ég get t.d. sagt þér að ég og verðandi konan mín eigum í ríkulegu ástarsambandi og þó skilja Atlantsálar okkur að enn um sinn. Ég sé að þú ruglar heldur betur hugtakinu gender dysphoria í samhengi við hugtökin transgender og cisgender. Transgender er einstaklingur sem í örstuttu máli fæðist í vitlausum líkama og gender dysphoria er vanlíðan sem getur skapast af því þegar persónan og líkaminn passa ekki saman. Cisgender er einstaklingur þar sem persónan og líkaminn passa saman. Meirihluti mannkyns er cisgender. Transgender er ekki lengur skilgreint sem sjúkdómur í nýjustu útgáfu ICD. Þú hlýtur að vera að styðjast við gamla útgáfu í máli þínu. ICD staðallinn hefur löngum þótt umdeildur þegar kemur að transfólki og sannast sagna þótt íhaldssamur og fjandsamlegur. Við skulum ekki gleyma því að lengi vel var samkynhneigð skilgreind í ICD. Í vísindum samtímans er að verða sífellt meiri skilningur á því að kyn eins og það hefur verið skilgreint, þ.e.a.s. út frá kynfærum er í besta falli ónákvæmt ef ekki rangt og þörf sé á útvíkkun hugtaka og betri skilgreiningum. Ég hvet þig Addi til að lesa nýjar rannsóknir og þá þær sem eru framkvæmdar af viðurkenndum aðilum innan heilbrigðisstétta. Ég gætið haldið áfram lengi með rangindi hugtakanotkunar en læt þessi nægja í bili. Þú vitnar í nýja bók Abigail Shrier máli þínu til stuðnings. Ég er satt að segja mjög hissa á því að þú Addi sem titlar þig sem sálfræðing skuli gera svona hvað þá nota Freud sem einhverja tilvitnun, eitthvað sem engir sálfræðingar vandir að virðingu sinni gera lengur. Abigail er hvorki læknir né sálfræðingur né heldur er hún blaðamaður þó hún titli sig sem slíka. Hún er aftur á móti þekkt innan öfga hægri og íhaldshreyfingarinnar í USA og hefur skrifað skoðunargreinar fyrir öfgasíður eins og The Daily Caller sem Tucker Carlsson hjá Fox News var með að stofna. Það er vel þekkt að öfga hægri og íhaldshreyfingar í Bandaríkjunum hafa mikinn fjandskap gegn hinsegin fólki og þá sérstaklega transfólki og oft eru gervivísindi notuð í málflutningi þeirra til að afneita tilveru transfólks því með afneitun á tilveru er réttlæting á ofbeldi og ofsóknum komin fram. Mér finnst Addi þessi grein þín bera mikinn svip að því sem hægt er að lesa í amerískum öfga hægri og íhaldsfjölmiðlum og það veldur mér dálitlum áhyggjum að þú gerir þér ekki grein fyrir að þú ert að gerast mikill merkisberi hatursorðræðu og hreyfingar sem leiðir ofsóknir á hendur transfólki, þar sem við konurnar erum skotnar í tætlur á götum úti í Bandaríkjunum og í Pakistan erum við brenndar lifandi og lík okkar afskræmd. Ert þú virkilega að gerast málsvari þess að í nafni vísinda eigi að þurrka af yfirborði jarðarinnar heilan hóp af manneskjum fyrir það eitt að hafa fæðst í röngum líkama? Við erum ekki geðveik og höfum aldrei verið. Hins vegar stuðla fordómar, grimmd, miskunnarleysi og fjandskapur sem greinin þín ber með sér að líf okkar verða á köflum ansi erfið og mörg okkar bugast á endanum. Ég spyr þig Addi, er hatrið sem þú setur fram með skoðun þinni þess virði? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að gera?
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun