Veður

Allt að 23 stiga hiti í inn­sveitum norðan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit úr í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 eins og það leit úr í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri, breytilegri átt eða hafgolu í dag, en suðaustan 5 til 10 metrum á sekúndu á suðurströndinni.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði bjart að mestu, en skýjað um sunnanvert landið. Líkur séu á stöku síðdegisskúrum vestanlands. Hitinn verður á bilinu 12 til 18 stig, en muni ná allt að 23 stigum í innsveitum norðanlands.

„Síðan snýst í norðaustlæga átt á morgun, 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og við austurströndina. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir, einkum sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og við austurströndina. Skýjað að mestu og dálitlar skúrir, einkum sunnantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag: Norðaustan 8-13 m/s, en heldur hægari norðaustan- og austanlands. Dálítil rigning sunnantil og skýjað um norðaustanvert landið, annars bjart með köflum. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag: Norðaustan 5-10 en 10-15 m/s við suðausturströndina. Skýjað norðaustantil, en bjart með köflum annarsstaðar. Hiti frá 5 stigum í innsveitum norðaustanlands upp í 15 stig á Suðurvesturlandi.

Á föstudag: Norðaustanátt og dálítil rigning á austanverðu landinu en skýjað með köflum vestantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Norðanátt og áfram dálítil rigning austantil á landinu, annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Áfram svipaður hiti.

Á sunnudag: Útlit fyrir fermur hæga norðaustlæga eða breytilega átt. Skýjað og þurrt að kalla, lítilsháttar væta syðst en bjart með köflum um vestanvert landið. Kólnar lítillega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×