Þór/KA stelpurnar stoppuðu á miðri leið á heimleiðinni í gær og óðu út í á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 12:31 Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar í Þór/KA fagna hér marki hjá liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Bára Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira