Lífið

Hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tryggvi Guðmundsson, Bjarnólfur Lárusson og Björgólfur Takefusa.
Tryggvi Guðmundsson, Bjarnólfur Lárusson og Björgólfur Takefusa. Mynd/Ísland í dag

Í þáttunum FC Ísland ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar góðu málefni í hverju sveitarfélagi. Margir leikmannanna hafa þekkst síðan í barnæsku og rifja kempurnar upp gömlu tímana í þessum þáttum.

„Það er í rauninni kominn áratugur síðan við tókum síðasta leikinn. Tökum stereótýpuna í þessum þætti, þetta er svona miðaldra sem hætti í fótbolta fyrir tíu árum síðan, man sinn fífil fegurri og er búinn að bæta á sig 10 kílóum,“ sagði Bjarnólfur Lárusson í þættinum Ísland í dag. Þar fékk Sindri Sindrason að heyra meira um þættina.

Markmiðið er einfalt, að fá að fara aftur í keppnisferð og vekja í leiðinni athygli á góðum málefnum um land allt. Bæði er spilaður fótbolti og einnig er keppt í ýmsum þrautum. Keppnisskapið í hópnum var mikið en á meðal þeirra sem taka þátt eru Tryggvi Guðmundsson og Björgólfur Takefusa.

Hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×