Farþegar grétu um borð í vél Icelandair og neituðu að snúa aftur til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 17:30 Icelandair hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið en önnur flugvél félagsins hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli í fyrradag. vísir/vilhelm Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. Fyrirhugað var að fljúga með alla farþega Boeing 757-256 þotunnar aftur hingað til lands en horfið var frá því þegar flestir um borð neituðu að fljúga aftur, er fram kemur í frétt RÚV. Að lokum var fallist á það að hleypa þeim farþegum út í Glasgow sem þess óskuðu. Óveðrið Ciara gengur nú yfir Bretlandseyjar og hefur haft mikil áhrif á samgöngur bæði í lofti og á láði. Ferð Boeing 757-256 þotu Icelandair.Flightradar24 Að sögn RÚV grétu sumir farþegar vélarinnar af hræðslu og hefur atvikið verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa hér á landi. Hún mun hafa vísað málinu áfram til bresku rannsóknarnefndarinnar. Nokkrir farþegar hafa lýst hræðslu og slæmri upplifun sinni af flugferðinni á samfélagsmiðlum. Emma J Thomas greinir til að mynda frá því á Twitter að þegar flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt þeim að stefnt væri að því að taka á loft aftur og fljúga til Íslands hafi margir farþegar hrópað „nei“ í einum kór. Hún biðlaði í kjölfarið til Icelandair og flugmálayfirvalda í Glasgow um að fólki yrði leyft að fara frá borði. Pilot @Icelandair announces on tannoy... current plan is to take off AGAIN, fly BACK to Iceland to make another attempt to land in Manchester tomorrow. Shouts of “no” from passengers. Again @GLA_Airport please open the doors. #StormCiara— Emma J Thomas (@EmmaJThomas) February 9, 2020 Að hennar sögn var reynt að lenda flugvélinni í Manchester í um klukkutíma án árangurs. Hún lýsir því hvernig margir hafi verið hungraðir, hræddir og jafnvel með ógleði við lendinguna í Glasgow. Sjúkraliðar hafi að lokum komið um borð og boðið farþegum aðstoð áður en þeim var hleypt úr flugvélinni. Vélin tók aftur á loft frá Glasgow klukkan 16:10 að staðartíma samkvæmt upplýsingum frá Flightradar24 og er reiknað með því að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan sex. Í svari Icelandair til óánægðs farþega er tekið fram að upphaflega ákvörðunin um að snúa aftur til Íslands með alla farþega hafi verið tekin til að tryggja öryggi farþega og áhafnar. Verður hinum óheppnu ferðalöngum bættur sá gistikostnaður sem þeim hlýst af atvikinu. Hello Jack, Unfortunately due to storm Ciara we were forced to divert flight FI440 to Glasgow. Passenger and crew safety is our top priority, we will always take necessary action to ensure a safe travel experience. An email about accommodation compensation has been sent.— Icelandair (@Icelandair) February 9, 2020 Bretland Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30 Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. 6. febrúar 2020 20:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Manchester frá Keflavík í dag og var þotunni snúið við og lent í Glasgow. Hræðsla og geðshræring greip um sig meðal farþega í ókyrrðinni og brugðust þeir illa við því að vélinni yrði snúið aftur til Íslands. Fyrirhugað var að fljúga með alla farþega Boeing 757-256 þotunnar aftur hingað til lands en horfið var frá því þegar flestir um borð neituðu að fljúga aftur, er fram kemur í frétt RÚV. Að lokum var fallist á það að hleypa þeim farþegum út í Glasgow sem þess óskuðu. Óveðrið Ciara gengur nú yfir Bretlandseyjar og hefur haft mikil áhrif á samgöngur bæði í lofti og á láði. Ferð Boeing 757-256 þotu Icelandair.Flightradar24 Að sögn RÚV grétu sumir farþegar vélarinnar af hræðslu og hefur atvikið verið tilkynnt til rannsóknarnefndar samgönguslysa hér á landi. Hún mun hafa vísað málinu áfram til bresku rannsóknarnefndarinnar. Nokkrir farþegar hafa lýst hræðslu og slæmri upplifun sinni af flugferðinni á samfélagsmiðlum. Emma J Thomas greinir til að mynda frá því á Twitter að þegar flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt þeim að stefnt væri að því að taka á loft aftur og fljúga til Íslands hafi margir farþegar hrópað „nei“ í einum kór. Hún biðlaði í kjölfarið til Icelandair og flugmálayfirvalda í Glasgow um að fólki yrði leyft að fara frá borði. Pilot @Icelandair announces on tannoy... current plan is to take off AGAIN, fly BACK to Iceland to make another attempt to land in Manchester tomorrow. Shouts of “no” from passengers. Again @GLA_Airport please open the doors. #StormCiara— Emma J Thomas (@EmmaJThomas) February 9, 2020 Að hennar sögn var reynt að lenda flugvélinni í Manchester í um klukkutíma án árangurs. Hún lýsir því hvernig margir hafi verið hungraðir, hræddir og jafnvel með ógleði við lendinguna í Glasgow. Sjúkraliðar hafi að lokum komið um borð og boðið farþegum aðstoð áður en þeim var hleypt úr flugvélinni. Vélin tók aftur á loft frá Glasgow klukkan 16:10 að staðartíma samkvæmt upplýsingum frá Flightradar24 og er reiknað með því að hún lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan sex. Í svari Icelandair til óánægðs farþega er tekið fram að upphaflega ákvörðunin um að snúa aftur til Íslands með alla farþega hafi verið tekin til að tryggja öryggi farþega og áhafnar. Verður hinum óheppnu ferðalöngum bættur sá gistikostnaður sem þeim hlýst af atvikinu. Hello Jack, Unfortunately due to storm Ciara we were forced to divert flight FI440 to Glasgow. Passenger and crew safety is our top priority, we will always take necessary action to ensure a safe travel experience. An email about accommodation compensation has been sent.— Icelandair (@Icelandair) February 9, 2020
Bretland Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00 Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30 Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. 6. febrúar 2020 20:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skiptu nýlega um lendingarbúnað Vél Icelandair TF-FIA hafði flogið rúmlega sextíu ferðir eftir að skipt hafði verið um lendingarbúnaði í vélinni í lok síðasta árs 9. febrúar 2020 14:32
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52
Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. 7. febrúar 2020 18:00
Aldur vélarinnar hafi ekki verið örlagavaldur Óhapp gærdagsins ætti ekki að hafa teljandi áhrif á flugáætlun Icelandair að sögn forstjóra félagsins. Þrátt fyrir að aldur vélarinnar fylli tvo tugi ætlar hann að aldurinn hafi ekki örlagavaldur. Vélin hvílir enn á flugbrautinni en gert er ráð fyrir að hún verði flutt um helgina. 8. febrúar 2020 12:30
Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. 6. febrúar 2020 20:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent