„Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn á von á Evrópumeistara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 08:00 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari
Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Sjá meira
Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03