Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 11:34 Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að fimm ný tilfelli af Wuhan-veiru smiti hafi komið upp í Frakklandi, þar á meðal í einu barni. getty/Aurelien Meunier Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður.
Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01