Ekki bjartsýni að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 23:15 Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Ekki er mikil bjartsýni á að loðna finnist í öðrum rannsóknarleiðangri Hafrannsóknarstofnunnar. Sjávarútvegsráðherra segir loðnubrest tvö ár í röð vera skell en ólíklegt sé að stjórnvöld hlaupi undir bagga með þeim sveitarfélögum sem bresturinn bitni þyngst á. Fimm skip undir forystu rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar leita nú að loðnu í kappi við tímann og beinist leitin að Vestfjörðum og norðaustur- og austurhluta landsins. Menn eru ekki bjartsýnir og gera ráð fyrir loðnubresti á Íslandsmiðum annað árið í röð. Engin loðnuveiði á síðasta ári var mikið högg fyrir þjóðarbúið, sveitarfélög og mörg sjávarútvegsfyrirtæki. Ef loðna hins vegar finnst nú í febrúar gæti hagvöxtur reynst 0,5 prósentum hærri en ella. Í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær segir að aukin fjölbreytni útflutningsvega og vöxtur hagkerfisins geri það að verkum að aflabrestur í loðnu hafi ekki sömu þýðingu í þjóðhagslegu samhengi og áður. Sjávarútvegsráðherra segir að áhrifin verði aðallega staðbundin og geti verið veruleg. „Það er skellur, vissulega. Þetta er töluverður hluti hagkerfisins en vigtar eðlilega mjög þyngra inn í þessu tiltölulega fáu sveitarfélög sem hýsa þessa atvinnugrein,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Sjávarútvegsráðherra og sveitastjórnarráðherra eru sammála um að loðnubresturinn sé áhyggjuefni.Vísir Hluti af því að lifa við sveiflukennda náttúru Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kalla eftir samráði við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir. Sveitarstjórnarráðherra segir loðnubrestinn áhyggjuefni verði það raunin og segir að huga þurfi almennt efnahagsaðgerðum. „Hvort það eigi sérstaklega að beinast að þessum sveitarfélögum, þá gætum við hugsanlega með einhverjum aðgerðum reynt að miða að því að þau gætu nýtt sér það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sveitastjórnarráðherra. Sjávarútvegsráðherra segir ekki líkur á mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. „Ég sé ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Þetta hefur verið rætt og það er sjálfsagt að taka þetta samtal. Við höfum sömuleiðis séð svona gerast áður. Rækju- og skelbætur voru settar á en við sjáum núna hrun í humarstofninum og sömuleiðis hefur orðið gríðarlegur samdráttur í sæbjúgum án þess að komið hafi til einhverra sérstakra aðgerða. þetta er því miður bara hluti af því að lifa hér á Íslandi við þessa sveiflukenndu náttúru, harðbýlu en um leið gjöfula náttúru. Það er þannig, vertíðarlífið er með þessum hætti.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir „Það hefur nú lítið breyst. Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. 5. febrúar 2020 12:00