Farþegi segir vélina hafa „skoppað eins og skopparabolta“ Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 18:00 Frá Keflavíkurflugvelli í dag. Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. Engin slys urðu á fólki en vélin lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að lendingabúnaður vélarinnar brotnaði. Hægri vængur og hreyfill snertu flugbrautina líkt og sjá má á mynd. Í kjölfarið var lýst yfir rauðu hættustigi á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni.Sjá einnig: Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli „Það voru allir í sjokki,“ segir Matthildur um atvikið í samtali við fréttastofu. Flugstjóri tjáði farþegum að ef einhver þyrfti áfallahjálp eða læknisaðstoð væri slíkt í boði. Í tilkynningu frá Icelandair segir að viðbragðs- og áfallateymi hafi verið virkjuð. „Um leið og hún lenti fann maður að hun „crashaði“ og skoppaði eins og skopparabolti og datt svo niður á hægri hliðina. Þá kom eldur á flugbrautina hjá hreyflinum,“ segir Matthildur.Hér að neðan má sjá myndband frá lendingu. Klippa: Flugvél Icelandair frá Berlín lendir á Keflavíkurflugvelli Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Þá var Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð virkjuð með fullu viðbragði vegna vélarinnar. Viðbragðshópur Rauða krossins var sendur til Keflavíkur og munu bjóða áfallahjálp að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Matthildur Sigurðardóttir, farþegi um borð í vél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá Berlín, segir farþega hafa verið slegna við lendingu. Eftir að vélin hafði lent datt allt rafmagn út og dauðaþögn var um borð. Engin slys urðu á fólki en vélin lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að lendingabúnaður vélarinnar brotnaði. Hægri vængur og hreyfill snertu flugbrautina líkt og sjá má á mynd. Í kjölfarið var lýst yfir rauðu hættustigi á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni.Sjá einnig: Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli „Það voru allir í sjokki,“ segir Matthildur um atvikið í samtali við fréttastofu. Flugstjóri tjáði farþegum að ef einhver þyrfti áfallahjálp eða læknisaðstoð væri slíkt í boði. Í tilkynningu frá Icelandair segir að viðbragðs- og áfallateymi hafi verið virkjuð. „Um leið og hún lenti fann maður að hun „crashaði“ og skoppaði eins og skopparabolti og datt svo niður á hægri hliðina. Þá kom eldur á flugbrautina hjá hreyflinum,“ segir Matthildur.Hér að neðan má sjá myndband frá lendingu. Klippa: Flugvél Icelandair frá Berlín lendir á Keflavíkurflugvelli Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Þá var Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð virkjuð með fullu viðbragði vegna vélarinnar. Viðbragðshópur Rauða krossins var sendur til Keflavíkur og munu bjóða áfallahjálp að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Flugvél af gerðinni Boeing 757 með brotinn hjólbúnað er á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rauðu hættustigi hefur verið lýst á Keflavíkurflugvelli. 7. febrúar 2020 15:52