Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 106-76 | Ótrúleg úrslit á Hlíðarenda Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 7. febrúar 2020 21:15 Það hefur gengið vel hjá Stjörnumönnum síðustu mánuði. vísir/bára Valur vann í kvöld stórsigur á toppliði Stjörnunnar í Dominos deild karla. Stjörnumenn voru búnir að vinna 13 leiki í röð í deildinni fyrir þennan leik og höfðu flestir spáð þeim sigri. Valsmenn sýndu aftur á móti mikinn karakter og rúlluðu upp Stjörnunni. Það þarf að taka fram að Stjörnunni vantaði einn af sínum lykilmönnum Ægi Þór Steinarsson sem var veikur í kvöld. Gestirnir byrjuðu aðeins betur og komust snemma yfir 10-6. Illugi Steingrímsson og Pavel Ermolinskij settu aftur á móti tóninn fyrir Val í fyrsta leikhluta með sitt hvorar þrjár þriggja stiga körfurnar úr jafn mörgum tilraunum. Fyrsti leikhluti var samt sem áður nokkuð jafn en bæði lið voru að komast í opin skot. Staðin eftir fyrsta leikhluta var 26-21 fyrir Val. Valsmenn skoruðu nokkuð jafnt og þétt yfir leikinn mikið af stigum nema í upphafi annars leikhluta. Á fyrstu 5 mínútum annars leikhluta fór leikurinn einungis 4-3 fyrir Val en bæði lið áttu erfitt með að koma boltanum í gegnum netið. Valsmenn rifu sig hinsvegar í gang rétt fyrir hálfleikinn og enduðu á að skora 19 stig í leikhlutanum. Stóru strákarnir í Vals liðinu þeir P.J. Alawoya og Ragnar Nathanaelsson komu Valsmönnum í gang með því að koma boltanum inn í teig og skora þaðan. Staðan í hálfleik var 45-32 Valsmönnum í vil en gestirnir voru óvenju bitlausir sóknarlega. Heimamenn voru fljótir að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Stjarnan reyndi svæðisvörn sem Valsmenn skutu alveg í kaf. Það er í rauninni bara óþarfi að eyða fleiri stöfum í þennan seinni hálfleik en Stjörnumenn gerðu sig aldrei líklega til að koma tilbaka. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru bara miklu betra liðið í kvöld. Þeir hittu rosalega vel úr þriggja stiga skotunum sínum og spiluðu frábæra vörn á Stjörnuliði sem átti erfitt með að búa sér til opin skot. Valsmenn lokuðu teignum og héldu Garðbæingunum alveg frá vítalínunni auk þess sem gerðu vel í að trufla þriggja stiga skotin. Hverjir stóðu upp úr? Pavel Ermolinskij og Illugi Steingrímsson voru bestu menn vallarins í kvöld. Báðir gerðu vel sóknarlega en þeir voru að hitta vel úr þriggja stiga skotunum sínum. Pavel spilaði fína vörn og var duglegur að skapa fyrir liðsfélaga sína en hann lék sér alveg að þessari svæðisvörn Stjörnunnar. Illugi fær mikið hrós fyrir vörnina sína á Nick Tomsick í leiknum en Tomsick var ekki líkur sjálfum sér í leiknum. Það voru annars margir sem stóðu sig vel í Valsliðinu. Naor Sharabani og P.J. Alawoya skiluðu báðir flotta dagsverki og meira en það. Ragnar Ágúst Nathanaelsson kom með virkilega góða innkomu í öðrum leikhluta þegar Valsmenn bjuggu til forystuna sína. Urald King var skástur í lii gestanna en þessi leikur var samt undir pari hjá þessum glæsilega leikmanni. Hvað gekk illa? Ég er ekki viss hvort Stjarnan hafi ætlað að gefa Valsmönnum opin skot í fyrri hálfleik en þeir fengu allavega helvíti mikið af opnum skotum. Vörnin hjá Stjörnunni var allavega bara mjög slök í heildina og það kemur mikið á óvart frá liði með menn eins og Hlyn, Urald og Gunnar. Tölfræði sem vekur athygli: 51% - Talan sem skóp sigurinn fyrir Val, þriggja stiga nýtingin. Arnar orðaði þetta hárrétt í viðtalinu en sagði að Pavel hafi liggur við bara verið eins og Steph Curry en Valsmenn voru almennt bara að hitta úr öllu. Þessi gríðarlega hittni opnaði síðan upp teiginn fyrir stóru strákana þegar leið á leikinn. 9 - Fjöldi vítaskota sem Stjarnan fékk í leiknum en það gekk ekkert hjá þeim í kvöld að komast á línuna. Það vantaði oft ákveðni í þá og þeir voru oft bara sáttir með stökkskot sem voru ekki líkleg til árangurs. 18 - Sóknarfráköst hjá Stjörnunni en Stjarnan er það lið í deildinni sem nær flestum fráköstum. Þrátt fyrir heilt yfir slæma frammistöðu náðu þeir samt einhvern veginn í 18 sóknarfráköst. Hvað gerist næst? Valsmenn fá sms leikjafrí á meðan Stjarnan undirbýr sig fyrir Final 4 í Höllinni. Garðbæingarnir byrja á móti Tindastól á miðvikudagskvöldið og spila síðan mögulega úrslitaleikinn á laugardaginn ef þeir komast í hann. Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar vonsvikinn eftir leik kvöldsins. Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélelgt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. Deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Gústi: Við erum að slípa liðið okkar saman „Þetta var bara frábær leikur hjá okkur. Við náðum loksins að setja 4 leikhluta saman og spila góðan leik,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals sáttur eftir sigurinn á Stjörnunni. Valsmenn hafa verið óstöðugir í vetur og maður að spyrja sig hvað veldur því. Þeir eru líka búnir að vera að breyta liðinu sínu dálítið í glugganum og Ágúst vill kenna leikmannaveltu að einhverju leyti um þetta. „Við erum að slípa liðið okkar saman. Naor kemur bara inn stuttu eftir áramót og síðan var Finnur Atli að bætast inn. Liðið sem við erum með núna er lið sem við erum mjög ánægðir með. Við erum bara með virkilega flott lið. Það vantaði lítið uppá í leiknum á móti Njarðvík en sá leikur var ekki alslæmur þrátt fyrir að hann hafi ekki unnist.” Illugi Steingrímsson átti stórleik í kvöld fyrir Val með 20 stig og frábæra vörn á móti Nick Tomsick. Gústi var sáttur með Illuga sem hafði loksins jafn mikla trú á sjálfum sér og Gústi hefur á honum. „Illugi var náttúrulega geggjaður í þessum leik. Hann er náttúrulega bara búinn að vera frábær í vetur en hann er búinn að eiga marga góða leiki. Þetta var hans besti leikur. Þeir eru margir búnir að vera góðir. Honum hefur stundum vantað sjálfstraust en hann geislaði af sjálfstrausti í kvöld.” Aðspurður hvort hann vilji sjá fleiri svona frammistöður frá Illuga svaraði Gústi játandi og nýtti tækifærið í að hrósa. „Af sjálfsögðu og bara meira svona frá öllum. Pavel var stórkostlegur, P.J. var stórkostlegur og liðið var bara virkilega gott. Raggi spilaði ekki mikið en hann var mjög góður á þeim mínútum sem hann var inná. Það voru bara allir að spila sem vel sem komu inná og það er bara mjög ánægjulegt fyrir okkur.” Gústi fann til með máttleysum Stjörnumönnum þegar þeir misstu dampinn en Valsmenn hafa alveg lent í sambærilegu í gegnum tíðina. „Við höfum líka alveg lent í þessu þegar maður lendir undir. Þeim vantaði líka Ægi og Ægir er náttúrulega hörku leikmaður. Þeir lentu undir og þá varð smá vonleysi. Það er náttúrulega líka bikarhelgi hjá þeim sem menn eru eflaust eitthvað farnir að hugsa um. Það getur verið snúið fyrir lið sem vantar leikmenn að lenda undir.” „Eftir svona leik væri maður auðvitað til í að spila fljótt aftur. Við tökum líka þessu fríi fagnandi. Það er búið að vera mikið álag. Það eru búnir að vera 8 leikir á 4 vikum eða eitthvað svoleiðis. Það verður fínt að fá frí,” sagði Gústi aðspurður hvernig bikarfríið myndi nýtast þeim næsta daga. Dominos-deild karla
Valur vann í kvöld stórsigur á toppliði Stjörnunnar í Dominos deild karla. Stjörnumenn voru búnir að vinna 13 leiki í röð í deildinni fyrir þennan leik og höfðu flestir spáð þeim sigri. Valsmenn sýndu aftur á móti mikinn karakter og rúlluðu upp Stjörnunni. Það þarf að taka fram að Stjörnunni vantaði einn af sínum lykilmönnum Ægi Þór Steinarsson sem var veikur í kvöld. Gestirnir byrjuðu aðeins betur og komust snemma yfir 10-6. Illugi Steingrímsson og Pavel Ermolinskij settu aftur á móti tóninn fyrir Val í fyrsta leikhluta með sitt hvorar þrjár þriggja stiga körfurnar úr jafn mörgum tilraunum. Fyrsti leikhluti var samt sem áður nokkuð jafn en bæði lið voru að komast í opin skot. Staðin eftir fyrsta leikhluta var 26-21 fyrir Val. Valsmenn skoruðu nokkuð jafnt og þétt yfir leikinn mikið af stigum nema í upphafi annars leikhluta. Á fyrstu 5 mínútum annars leikhluta fór leikurinn einungis 4-3 fyrir Val en bæði lið áttu erfitt með að koma boltanum í gegnum netið. Valsmenn rifu sig hinsvegar í gang rétt fyrir hálfleikinn og enduðu á að skora 19 stig í leikhlutanum. Stóru strákarnir í Vals liðinu þeir P.J. Alawoya og Ragnar Nathanaelsson komu Valsmönnum í gang með því að koma boltanum inn í teig og skora þaðan. Staðan í hálfleik var 45-32 Valsmönnum í vil en gestirnir voru óvenju bitlausir sóknarlega. Heimamenn voru fljótir að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Stjarnan reyndi svæðisvörn sem Valsmenn skutu alveg í kaf. Það er í rauninni bara óþarfi að eyða fleiri stöfum í þennan seinni hálfleik en Stjörnumenn gerðu sig aldrei líklega til að koma tilbaka. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru bara miklu betra liðið í kvöld. Þeir hittu rosalega vel úr þriggja stiga skotunum sínum og spiluðu frábæra vörn á Stjörnuliði sem átti erfitt með að búa sér til opin skot. Valsmenn lokuðu teignum og héldu Garðbæingunum alveg frá vítalínunni auk þess sem gerðu vel í að trufla þriggja stiga skotin. Hverjir stóðu upp úr? Pavel Ermolinskij og Illugi Steingrímsson voru bestu menn vallarins í kvöld. Báðir gerðu vel sóknarlega en þeir voru að hitta vel úr þriggja stiga skotunum sínum. Pavel spilaði fína vörn og var duglegur að skapa fyrir liðsfélaga sína en hann lék sér alveg að þessari svæðisvörn Stjörnunnar. Illugi fær mikið hrós fyrir vörnina sína á Nick Tomsick í leiknum en Tomsick var ekki líkur sjálfum sér í leiknum. Það voru annars margir sem stóðu sig vel í Valsliðinu. Naor Sharabani og P.J. Alawoya skiluðu báðir flotta dagsverki og meira en það. Ragnar Ágúst Nathanaelsson kom með virkilega góða innkomu í öðrum leikhluta þegar Valsmenn bjuggu til forystuna sína. Urald King var skástur í lii gestanna en þessi leikur var samt undir pari hjá þessum glæsilega leikmanni. Hvað gekk illa? Ég er ekki viss hvort Stjarnan hafi ætlað að gefa Valsmönnum opin skot í fyrri hálfleik en þeir fengu allavega helvíti mikið af opnum skotum. Vörnin hjá Stjörnunni var allavega bara mjög slök í heildina og það kemur mikið á óvart frá liði með menn eins og Hlyn, Urald og Gunnar. Tölfræði sem vekur athygli: 51% - Talan sem skóp sigurinn fyrir Val, þriggja stiga nýtingin. Arnar orðaði þetta hárrétt í viðtalinu en sagði að Pavel hafi liggur við bara verið eins og Steph Curry en Valsmenn voru almennt bara að hitta úr öllu. Þessi gríðarlega hittni opnaði síðan upp teiginn fyrir stóru strákana þegar leið á leikinn. 9 - Fjöldi vítaskota sem Stjarnan fékk í leiknum en það gekk ekkert hjá þeim í kvöld að komast á línuna. Það vantaði oft ákveðni í þá og þeir voru oft bara sáttir með stökkskot sem voru ekki líkleg til árangurs. 18 - Sóknarfráköst hjá Stjörnunni en Stjarnan er það lið í deildinni sem nær flestum fráköstum. Þrátt fyrir heilt yfir slæma frammistöðu náðu þeir samt einhvern veginn í 18 sóknarfráköst. Hvað gerist næst? Valsmenn fá sms leikjafrí á meðan Stjarnan undirbýr sig fyrir Final 4 í Höllinni. Garðbæingarnir byrja á móti Tindastól á miðvikudagskvöldið og spila síðan mögulega úrslitaleikinn á laugardaginn ef þeir komast í hann. Arnar: Pavel var nú bara eins og Steph Curry „Við töpuðum bara fyrir liði sem spilaði miklu betur en við í dag,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar vonsvikinn eftir leik kvöldsins. Ægir Þór Steinarsson sem hefur verið einn af bestu mönnum Stjörnunnar í vetur var fjarverandi í kvöld og sást vel á leik liðsins að það munaði um hann. Arnar var þó ekki að leita sér að afsökunum. „Ægir var veikur en hann hefði ekki breytt þessu.” Aðspurður hvort að Ægir hefði ekki bætt leik liðsins sem hafði unnið þrettán leiki í röð með hann innanborðs svaraði Arnar aftur: „Ægir er góður í körfu en hann er samt enginn töfrakall. Þeir voru bara miklu betri en við. Orkustigið þeirra var betra en okkar orkustig var bara ansi lélelgt.” Einn af þeim leikmönnum sem á oftast að reyna að leysa Ægi af er ungi heimamaðurinn Dúi Þór Jónsson. Dúi var klaufi í fyrri hálfleik og fékk snemma fjórar villur. Til þess að passa að Dúi myndi ekki villa útaf spilaði hann ekkert aftur fyrr en um miðjan fjórða leikhluta þegar leikurinn var búinn. Arnar var ekki tilbúinn að taka sénsinn fyrr að Dúi myndi fá fjórðu villuna sína. „Málið er að hann var með fjórar villur. Ef hann fær aðra villu þá spilar hann ekkert meira í leiknum. Við vitum alveg að Dúi er góður, við höfum trú á honum og hann hefur staðið sig vel með okkur og með Álftanesi í 1. Deildinni þar sem hann er á venslasamning. En þegar þú ert kominn með fjórar villur svona snemma þá er bara mjög erfitt hvenær á að setja menn aftur inná.” „Það gekk enginn varnarleikur hér í kvöld. Við prófuðum ansi margt og það mistókst allt alveg hrikalega,” sagði Arnar um misheppnaðan varnarleik Stjörnunnar en Valsmenn skoruðu 108 stig í leiknum úr tæplega 90 sóknum. „Pavel var nú bara eins og Steph Curry þarna á tímabili hann var algjörlega frábær. Naor Sharabani var sömuleiðis mjög góður og Illugi Steingrímsson líka. Það voru margir leikmenn hjá þeim sem spiluðu vel og færri hjá okkur.” Stjarnan er að keppa í undanúrslitum í bikarnum í næstu viku þar sem þeir geta farið langleiðina með að tryggja sér fyrsta titil tímabilsins. Arnar vildi samt ekki niðurspila mikilvægi þessa leiks fyrir Garðbæingana. „Það eru bara allir leikir stórir. Núna erum við búnir að galopna fyrir Keflavík að taka deildarmeistaratitilinn. Það skipta allir leikir í þessari deild miklu máli og síðan er bikarinn bara svona sér ævintýri.” Gústi: Við erum að slípa liðið okkar saman „Þetta var bara frábær leikur hjá okkur. Við náðum loksins að setja 4 leikhluta saman og spila góðan leik,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals sáttur eftir sigurinn á Stjörnunni. Valsmenn hafa verið óstöðugir í vetur og maður að spyrja sig hvað veldur því. Þeir eru líka búnir að vera að breyta liðinu sínu dálítið í glugganum og Ágúst vill kenna leikmannaveltu að einhverju leyti um þetta. „Við erum að slípa liðið okkar saman. Naor kemur bara inn stuttu eftir áramót og síðan var Finnur Atli að bætast inn. Liðið sem við erum með núna er lið sem við erum mjög ánægðir með. Við erum bara með virkilega flott lið. Það vantaði lítið uppá í leiknum á móti Njarðvík en sá leikur var ekki alslæmur þrátt fyrir að hann hafi ekki unnist.” Illugi Steingrímsson átti stórleik í kvöld fyrir Val með 20 stig og frábæra vörn á móti Nick Tomsick. Gústi var sáttur með Illuga sem hafði loksins jafn mikla trú á sjálfum sér og Gústi hefur á honum. „Illugi var náttúrulega geggjaður í þessum leik. Hann er náttúrulega bara búinn að vera frábær í vetur en hann er búinn að eiga marga góða leiki. Þetta var hans besti leikur. Þeir eru margir búnir að vera góðir. Honum hefur stundum vantað sjálfstraust en hann geislaði af sjálfstrausti í kvöld.” Aðspurður hvort hann vilji sjá fleiri svona frammistöður frá Illuga svaraði Gústi játandi og nýtti tækifærið í að hrósa. „Af sjálfsögðu og bara meira svona frá öllum. Pavel var stórkostlegur, P.J. var stórkostlegur og liðið var bara virkilega gott. Raggi spilaði ekki mikið en hann var mjög góður á þeim mínútum sem hann var inná. Það voru bara allir að spila sem vel sem komu inná og það er bara mjög ánægjulegt fyrir okkur.” Gústi fann til með máttleysum Stjörnumönnum þegar þeir misstu dampinn en Valsmenn hafa alveg lent í sambærilegu í gegnum tíðina. „Við höfum líka alveg lent í þessu þegar maður lendir undir. Þeim vantaði líka Ægi og Ægir er náttúrulega hörku leikmaður. Þeir lentu undir og þá varð smá vonleysi. Það er náttúrulega líka bikarhelgi hjá þeim sem menn eru eflaust eitthvað farnir að hugsa um. Það getur verið snúið fyrir lið sem vantar leikmenn að lenda undir.” „Eftir svona leik væri maður auðvitað til í að spila fljótt aftur. Við tökum líka þessu fríi fagnandi. Það er búið að vera mikið álag. Það eru búnir að vera 8 leikir á 4 vikum eða eitthvað svoleiðis. Það verður fínt að fá frí,” sagði Gústi aðspurður hvernig bikarfríið myndi nýtast þeim næsta daga.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum