Svava Kristín Grétarsdóttir og spekingar hennar gerðu upp umferðir sjö til fjórtán í Olís-deild kvenna fyrr í vikunni.
Hrafnhildur Skúladóttir, margfaldur Íslandsmeistari, er einn spekingur þáttarins og hún valdi Topp-lista í þætti vikunnar.
Hrafnhildur, eða Hrabba, valdi þá topp fimm leikmenn sem henni finnist ekki fá það hrós sem þær eiga skilið.
Topplistann má sjá hér að neðan en aldurinn fór lækkandi eftir því sem leið á listann.
