Bandarísk stjórnvöld vinna að meðferð við Wuhan-veirunni Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 21:45 Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Getty/picture alliance Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því í samstarfi við lyfjafyrirtæki að þróa meðferð við Wuhan-kórónaveirunni. Notast verður við flokk lyfja sem hefur aukið lífslíkur fólks sýkt af ebólaveirunni. Um er að ræða samstarf milli bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og þarlenda lyfjafyrirtækisins Regeneron og er stefnt að því að þróa einstofna mótefni gegn veirunni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Einstofna mótefni eru gjarnan notuð sem hluti af ónæmismeðferð þar sem mótefnin ráðast á ákveðin prótein veirunnar og er þannig ætlað að hamla því að henni takist að sýkja mennskar frumur. Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar sem er talin hafa átt upptök sín á markaði í kínversku borginni Wuhan í Hubeihéraði. Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Notast var við lyfjameðferð sem Regeneron þróaði fyrir ebólusjúklinga í Austur-Kongó á meðan ebólufaraldur geisaði þar í fyrra og er hún sögð hafa bætt lífslíkur sjúklinga umtalsvert. Hefur lyfjafyrirtækið einnig áður þróað meðferð gegn MERS-vírusnum, annarri gerð kórónaveiru sem greindist í Mið-Austurlöndum árið 2012. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld vinna nú að því í samstarfi við lyfjafyrirtæki að þróa meðferð við Wuhan-kórónaveirunni. Notast verður við flokk lyfja sem hefur aukið lífslíkur fólks sýkt af ebólaveirunni. Um er að ræða samstarf milli bandaríska heilbrigðisráðuneytisins og þarlenda lyfjafyrirtækisins Regeneron og er stefnt að því að þróa einstofna mótefni gegn veirunni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Einstofna mótefni eru gjarnan notuð sem hluti af ónæmismeðferð þar sem mótefnin ráðast á ákveðin prótein veirunnar og er þannig ætlað að hamla því að henni takist að sýkja mennskar frumur. Yfir fimm hundruð manns hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar sem er talin hafa átt upptök sín á markaði í kínversku borginni Wuhan í Hubeihéraði. Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV. Notast var við lyfjameðferð sem Regeneron þróaði fyrir ebólusjúklinga í Austur-Kongó á meðan ebólufaraldur geisaði þar í fyrra og er hún sögð hafa bætt lífslíkur sjúklinga umtalsvert. Hefur lyfjafyrirtækið einnig áður þróað meðferð gegn MERS-vírusnum, annarri gerð kórónaveiru sem greindist í Mið-Austurlöndum árið 2012.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09 Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Smitaðir um borð orðnir tuttugu Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 6. febrúar 2020 06:28
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Læknir sem reyndi að vara við kórónuveiru látinn Lögregla hafði afskipti af kínverska lækninum þegar hann reyndi að vara starfssystkini sín við útbreiðslu kórónuveirunnar í lok desember. 6. febrúar 2020 16:09
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57
Wuhan-veiran: Harðari aðgerðir hér heldur en á hinum Norðurlöndunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að íslensk yfirvöld hafi gripið til harðari aðgerða vegna Wuhan-veirunnar heldur en til dæmis nágrannaþjóðirnar á Norðurlöndum. 6. febrúar 2020 21:15