Hjálmar Aðalsteinsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 11:15 Hjálmar Aðalsteinsson fór flestra sinna ferða á reiðhjóli. Í seinni tíð fór hann reglulega með vinum sínum í hjóla- og tennisferðir á suðlægari slóðir. Hagaskóli Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag. Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag.
Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira