Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 15:15 Handþvottur hefur verið landmönnum hugleikinn síðustu daga, ef marka má stóraukna sölu á handspritti. Getty/Glasshouse Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. Apótek og heildsalar segir handspritt nú renna út sem aldrei fyrr, hálfsársbirgðir seldust þannig upp á fjórum dögum hjá einum heildsalanum. Þá hafa framleiðendur spýtt í lófana til að koma í veg fyrir sprittskort í landinu. Þegar farið er inn á heimasíðu Landlæknisembættisins tekur á móti manni stór mynd af handþvotti - og það ekki að ástæðulausu. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu, þó svo að enn hafi ekki orðið vart við tilfelli hennar hér á landi. Til að sporna við frekari dreifingu veirunnar leggur sóttvarnalæknir til nokkrar aðgerðir og er þar efst á blaði að „gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.“ Íslendingar og gestir þeirra virðast hafa tekið sóttvarnalæknir á orðinu. Handspritt selst nú sem aldrei fyrr og skiptir þar engu hvort um sé að ræða ferðaeiningar eða stærri brúsa. Síðasta brettið í dalnum Karen Elva Smáradóttir, vörumerkja- og markaðsstýra hjá heildsölunni CU2, sagðist þannig vera að selja síðustu sprittbrúsana af síðasta vörubrettinu þegar Vísir náði á hana. Heildsalan hafi boðið upp á tvær stærðir af handspritti, ferðastærð og svo tæplega 300ml brúsa, auk tveggja gerða af sótthreinsandi klútum - nú sé aðeins önnur gerðin af klútunum eftir. Hálfsársbirgðir af spritti hafi gufað upp á tveimur vikum og næsta sending sé ekki væntanleg fyrr en í mars eða apríl. Handspritt rennur út hjá Lyfju í Hafnarstræti, rétt eins og öðrum apótekum.Lyfja Alfreð Ómar Ísaksson, lyfsali hjá Lyfju í Hafnarstræti, segist ekki hafa farið varhluta af auknum handsprittsáhuga. Hann hafi haldist í hendur við aukna sölu á hvers kyns andlitsgrímum á síðustu dögum, eins og fjölmiðlar hafa greint frá. Íslendingar og erlendir ferðamenn, ekki síst Kínverjar, hafa keypt handspritt í miklu magni á síðustu dögum og vikum. Sambærilega sögu er að segja frá Lyfjaveri á Suðurlandsbraut, spritt og grímur rjúka út. Framleiðendur hafa að sama skapi þurft að bregðast við aukinni ásókn í handspritt. Þannig sagðist talsmaður Pharmarctica á Grenivík að það hafi orðið „greinileg sprenging“ í sölunni í síðustu viku. Því hafi verið tekin ákvörðun um að spýta í lófana og auka framleiðsluna. Stærðarinnar pöntun hafi verið send frá Grenivík á mánudag og er hún væntanleg til höfuðborgarsvæðisins í dag. Pumpan kvödd Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, segir fyrirtækið alla jafna sjá sölukipp á þessum árstíma vegna hinnar árlegu inflúensu - „en aldrei neitt í líkingu við þetta,“ segir Richard. 14 þúsund handsprittspumpubrúsar hafa selst frá mánaðamótum.mjöll frigg Mjöll Frigg hafi þannig selt 14 þúsund stykki af 600 millilítra handsprittsbrúsum frá mánaðamótum. „Við höfum miðað við að 6 þúsund brúsar séu svona um það bil þriggja mánaða skammtur. Við erum því búin að selja rúmlega hálfs árs skammt á fjórum dögum og þar að auki eru aðrir 14 þúsund brúsar í pöntun,“ segir Richard. Danól er dreifingaraðili Mjallar Friggjar og selur vörur fyrirtækisins í öllum helstu dagvöruverslunum, bensínstöðvum, til Rauða krossins svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki selur fyrirtækið til heilbrigðisstofnanna en Richard segir að þar sé ekki enn farið að gæta aukningar. Hann áætlar að það sé vegna þess að heilbrigðisgeirinn sé vanur því að kaupa mikið magn í einu og eigi því líklega ennþá góðan lager af spritti. Þrátt fyrir að Mjöll Frigg þurfi að auka framleiðslu sína vegna eftirspurnarinnar segir Richard fyrirtækið vel til þess búið. Það eigi ennþá um 60 þúsund lítra af etanóli og því sé það frekar tíma- en efnisskortur sem gæti staðið aukinni framleiðslu fyrir þrifum, en að jafnaði geti Mjöll Frigg framleitt um 1000 til 1200 handsprittsbrúsa á klukkustund. „Ætli við þurfum ekki að bæta við nokkrum klukkutímum til að mæta þessu, ég efast ekki um að mitt fólk sé alveg til í að fá greidda smá yfirvinnu,“ segir Richard. Þó svo að etanólið sé fyrir hendi er þó ekki öll sagan sögð. „Við fáum ekki pumpur,“ segir Richard og bætir við að fyrirtækið hafi þó pantað tvöfaldan skammt af handpumpum í ár eftir að hafa lent í kröggum í fyrra. Nú séu þær pumpubirgðir hins vegar að klárast og þau skilaboð borist frá Kína að ekki sé von á fleiri pumpum. Richard segir að Mjöll Frigg muni því bregða á það ráð að selja handsprittsbrúsana sína með smellutappa, fyrirtækið sitji á hundrað þúsund tappa lager og ætti það því ekki að vera vandamál. Hann minnir á að umræddar pumpur eru margnota og því sé óþarfi að gráta pumpuskort. Það megi vel nýta gamlar pumpur við handþvott næstu vikna. Heilbrigðismál Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki fá hina hugsanlega smituðu á heilsugæsluna Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af Wuhan-kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna fremur en að mæta þangað. 30. janúar 2020 16:39 Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. Apótek og heildsalar segir handspritt nú renna út sem aldrei fyrr, hálfsársbirgðir seldust þannig upp á fjórum dögum hjá einum heildsalanum. Þá hafa framleiðendur spýtt í lófana til að koma í veg fyrir sprittskort í landinu. Þegar farið er inn á heimasíðu Landlæknisembættisins tekur á móti manni stór mynd af handþvotti - og það ekki að ástæðulausu. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu, þó svo að enn hafi ekki orðið vart við tilfelli hennar hér á landi. Til að sporna við frekari dreifingu veirunnar leggur sóttvarnalæknir til nokkrar aðgerðir og er þar efst á blaði að „gæta vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti.“ Íslendingar og gestir þeirra virðast hafa tekið sóttvarnalæknir á orðinu. Handspritt selst nú sem aldrei fyrr og skiptir þar engu hvort um sé að ræða ferðaeiningar eða stærri brúsa. Síðasta brettið í dalnum Karen Elva Smáradóttir, vörumerkja- og markaðsstýra hjá heildsölunni CU2, sagðist þannig vera að selja síðustu sprittbrúsana af síðasta vörubrettinu þegar Vísir náði á hana. Heildsalan hafi boðið upp á tvær stærðir af handspritti, ferðastærð og svo tæplega 300ml brúsa, auk tveggja gerða af sótthreinsandi klútum - nú sé aðeins önnur gerðin af klútunum eftir. Hálfsársbirgðir af spritti hafi gufað upp á tveimur vikum og næsta sending sé ekki væntanleg fyrr en í mars eða apríl. Handspritt rennur út hjá Lyfju í Hafnarstræti, rétt eins og öðrum apótekum.Lyfja Alfreð Ómar Ísaksson, lyfsali hjá Lyfju í Hafnarstræti, segist ekki hafa farið varhluta af auknum handsprittsáhuga. Hann hafi haldist í hendur við aukna sölu á hvers kyns andlitsgrímum á síðustu dögum, eins og fjölmiðlar hafa greint frá. Íslendingar og erlendir ferðamenn, ekki síst Kínverjar, hafa keypt handspritt í miklu magni á síðustu dögum og vikum. Sambærilega sögu er að segja frá Lyfjaveri á Suðurlandsbraut, spritt og grímur rjúka út. Framleiðendur hafa að sama skapi þurft að bregðast við aukinni ásókn í handspritt. Þannig sagðist talsmaður Pharmarctica á Grenivík að það hafi orðið „greinileg sprenging“ í sölunni í síðustu viku. Því hafi verið tekin ákvörðun um að spýta í lófana og auka framleiðsluna. Stærðarinnar pöntun hafi verið send frá Grenivík á mánudag og er hún væntanleg til höfuðborgarsvæðisins í dag. Pumpan kvödd Richard Kristinsson, framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, segir fyrirtækið alla jafna sjá sölukipp á þessum árstíma vegna hinnar árlegu inflúensu - „en aldrei neitt í líkingu við þetta,“ segir Richard. 14 þúsund handsprittspumpubrúsar hafa selst frá mánaðamótum.mjöll frigg Mjöll Frigg hafi þannig selt 14 þúsund stykki af 600 millilítra handsprittsbrúsum frá mánaðamótum. „Við höfum miðað við að 6 þúsund brúsar séu svona um það bil þriggja mánaða skammtur. Við erum því búin að selja rúmlega hálfs árs skammt á fjórum dögum og þar að auki eru aðrir 14 þúsund brúsar í pöntun,“ segir Richard. Danól er dreifingaraðili Mjallar Friggjar og selur vörur fyrirtækisins í öllum helstu dagvöruverslunum, bensínstöðvum, til Rauða krossins svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki selur fyrirtækið til heilbrigðisstofnanna en Richard segir að þar sé ekki enn farið að gæta aukningar. Hann áætlar að það sé vegna þess að heilbrigðisgeirinn sé vanur því að kaupa mikið magn í einu og eigi því líklega ennþá góðan lager af spritti. Þrátt fyrir að Mjöll Frigg þurfi að auka framleiðslu sína vegna eftirspurnarinnar segir Richard fyrirtækið vel til þess búið. Það eigi ennþá um 60 þúsund lítra af etanóli og því sé það frekar tíma- en efnisskortur sem gæti staðið aukinni framleiðslu fyrir þrifum, en að jafnaði geti Mjöll Frigg framleitt um 1000 til 1200 handsprittsbrúsa á klukkustund. „Ætli við þurfum ekki að bæta við nokkrum klukkutímum til að mæta þessu, ég efast ekki um að mitt fólk sé alveg til í að fá greidda smá yfirvinnu,“ segir Richard. Þó svo að etanólið sé fyrir hendi er þó ekki öll sagan sögð. „Við fáum ekki pumpur,“ segir Richard og bætir við að fyrirtækið hafi þó pantað tvöfaldan skammt af handpumpum í ár eftir að hafa lent í kröggum í fyrra. Nú séu þær pumpubirgðir hins vegar að klárast og þau skilaboð borist frá Kína að ekki sé von á fleiri pumpum. Richard segir að Mjöll Frigg muni því bregða á það ráð að selja handsprittsbrúsana sína með smellutappa, fyrirtækið sitji á hundrað þúsund tappa lager og ætti það því ekki að vera vandamál. Hann minnir á að umræddar pumpur eru margnota og því sé óþarfi að gráta pumpuskort. Það megi vel nýta gamlar pumpur við handþvott næstu vikna.
Heilbrigðismál Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki fá hina hugsanlega smituðu á heilsugæsluna Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af Wuhan-kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna fremur en að mæta þangað. 30. janúar 2020 16:39 Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Vilja ekki fá hina hugsanlega smituðu á heilsugæsluna Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til að ætla að það hafi sýkst af Wuhan-kórónaveirunni, bent á að hringja á heilsugæsluna fremur en að mæta þangað. 30. janúar 2020 16:39
Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. 1. febrúar 2020 11:20
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00