Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 11:47 Nú er hægt að ganga frá skráningu raunverulegra eigenda á þjónustuvef Skattsins. Vísir/Vilhelm Á þjónustuvef Skattsins hefur nú verið sett upp síða þar sem félög geta sinnt þeirri skyldu sinni til að skrá raunverulega eigendur með rafrænum hætti. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í fyrra voru sett lög á Alþingi þar sem kveðið er á um skráningu raunverulegra eigenda í félögum og var fyrirtækjaskrá falið að taka á móti þeim skráningum. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að áhersla sé lögð á það að „þessari skráningu verði komið í viðunandi horf í tíma,“ en skráning þessi er ein af þeim atriðum sem urðu til þess að Ísland hafnaði á gráum lista FATF-hópnum svokallaða, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Að mati hópsins var skortur á fullnægjandi skráningu raunverulegra eigenda í félögum hér á landi og er þetta þar af leiðandi eitt af þeim atriðum sem þurfa að komast í lag svo að Ísland komist af gráa listanum, sem stjórnvöld binda vonir við að verði síðar á þessu ári. „Félögum ber að ljúka skráningu fyrir 1. mars nk. og eftir það er heimilt að beita skráningarskylda aðila sektum hafi þeir látið hjá líða að veita upplýsingarnar, eða fella skráningu lögaðilans niður,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu nýverið að vinnu miðaði vel áfram við að bæta úr þeim atriðum sem enn út af standa sem FATF gerði athugasemdir við. Vonast sé til þess að Ísland komist af gráa listanum þegar FATF-hópurinn fundar í október á þessu ári. Ísland á gráum lista FATF Markaðir Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. desember 2019 12:15 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. 2. desember 2019 17:02 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Á þjónustuvef Skattsins hefur nú verið sett upp síða þar sem félög geta sinnt þeirri skyldu sinni til að skrá raunverulega eigendur með rafrænum hætti. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í fyrra voru sett lög á Alþingi þar sem kveðið er á um skráningu raunverulegra eigenda í félögum og var fyrirtækjaskrá falið að taka á móti þeim skráningum. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að áhersla sé lögð á það að „þessari skráningu verði komið í viðunandi horf í tíma,“ en skráning þessi er ein af þeim atriðum sem urðu til þess að Ísland hafnaði á gráum lista FATF-hópnum svokallaða, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Að mati hópsins var skortur á fullnægjandi skráningu raunverulegra eigenda í félögum hér á landi og er þetta þar af leiðandi eitt af þeim atriðum sem þurfa að komast í lag svo að Ísland komist af gráa listanum, sem stjórnvöld binda vonir við að verði síðar á þessu ári. „Félögum ber að ljúka skráningu fyrir 1. mars nk. og eftir það er heimilt að beita skráningarskylda aðila sektum hafi þeir látið hjá líða að veita upplýsingarnar, eða fella skráningu lögaðilans niður,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu nýverið að vinnu miðaði vel áfram við að bæta úr þeim atriðum sem enn út af standa sem FATF gerði athugasemdir við. Vonast sé til þess að Ísland komist af gráa listanum þegar FATF-hópurinn fundar í október á þessu ári.
Ísland á gráum lista FATF Markaðir Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. desember 2019 12:15 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. 2. desember 2019 17:02 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. desember 2019 12:15
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. 2. desember 2019 17:02
Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33
Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15